ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10069

Titill

Gagnvirk sambönd? Rafræn samskipti þingmanna og kjósenda

Skilað
Október 2011
Útdráttur

Rannsókn þessi er 30 e. meistaraprófsverkefni í rafrænni stjórnsýslu við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Unnið var að verkefninu frá ársbyrjun 2011 og fram í sumarlok sama ár. Rannsóknin sem var eigindleg fólst í því að skoða rafræn samskipti íslenskra þingmanna og ráðherra við kjósendur um fjögurra mánaða skeið á fimm rafrænum miðlum. Miðlarnir voru; heimasíður/vefsíður, Fésbók, Twitter, YouTube og Myspace. Einnig voru tekin tvö viðtöl við þingmenn sem töldust fulltrúar ólíkra hópa út frá notkunargreiningu á miðlunum. Samhliða voru skoðuð ýmis fyrirliggjandi gögn. Megin tilgangur var að komast að því hvort fulltrúar almennings á þingi miðluðu upplýsingum til umbjóðenda sinna rafrænt og væru jafnvel í gagnvirkum tengslum við þá á netinu. Jafnframt var skoðað hvort rafrænu miðlarnir gætu flokkast sem nytsamlegt „opinbert rými“ fyrir stjórnmálaumræðu í anda kenninga heimspekingsins Jürgen Habermas. Spurt var hvort rafræna rýmið gæti nýst kjósendum sem tæki til að fylgjast með fulltrúum í samræmi við umboðskenningar og athugað hvort munur væri á þingmönnum varðandi virkni eftir flokkum, kyni, aldri og menntun. Kenningar á sviði bókasafns- og upplýsingafræða um upplýsingahegðun voru einnig reifaðar, en viðtöl við þingmenn voru of fá til að fjölyrða mikið þar um. Til hliðsjónar voru skoðaðar breskar rannsóknir á netnotkun þarlendra þingmanna sem virðast leggja mun meira upp úr heimasíðum en íslenskir þingmenn.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru annars helstar þær að rúm 60% íslenskra þingmanna eru með heimasíður og um 70% þeirra eru á Fésbók. Um 17,5% þingmanna eru á Twitter, en einungis þrír virtust á YouTube og enginn á Myspace. Um 10% þingmanna töldust „veflausir“. Virknin er reyndar ekki alltaf mikil þó miðill sé til staðar og greinilegt að miðlum, sem stofnað er til í tengslum við kosningar eða prófkjör, er ekki alltaf haldið úti af miklum þrótti eftir það. Um 70% þingmanna töldust í gagnvirku sambandi við kjósendur, en notkun félagsmiðilsins Fésbókar veldur miklu þar um. Upplýsingamiðlun af hálfu karla og kvenna á þingi reyndist áþekk.

Samþykkt
15.9.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Master Unnurl okt ... .pdf1,57MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna