ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1007

Titill

Áhrif íbúðarforms á ráðstöfunartekjur ellilífeyrisþega

Útdráttur

Í lok ársins 2002 voru 7.603 einstaklingar, sjötíu ára og eldri, í hjónabandi eða sambúð á
Íslandi. Af þeim bjuggu 7.082 í eigin íbúðarhúsnæði eða um 93,15% þeirra. Á sama tíma
voru einhleypir og einstæðir foreldrar sjötíu ára og eldri 11.693. Af þeim áttu 8.249 eigin
íbúðarhúsnæði en 3.444 voru án eigin fasteignar. Hlutfall einhleypra og einstæðra foreldra
sem eiga fasteign er 70,55%.
Lög og reglugerðir hafa mikil áhrif á ráðstöfunartekjur
ellilífeyrisþega. Þar koma helst
til sjónarmið um tekjujöfnun en mikil áhersla hefur verið lögð á tekjujöfnun í uppbyggingu
íslensks samfélags. Markmiðum um tekjujöfnun hefur að miklu leyti verið náð og leiðir
það til þess að áunnin lífeyrisréttindi þeirra einstaklinga sem greitt hafa í lífeyrissjóð er
skert að stórum hluta.
Mál þróuðust þannig á Íslandi eftir seinni heimstyrjöldina að ríkisvaldið hafði lítil afskipti
af uppbyggingu íbúðarhúsnæðis ólíkt því er gerðist á meginlandi Evrópu en þar stóðu mörg
ríki fyrir mikilli uppbyggingu félagslegra leiguíbúða. Einkaframtakið var það sem dreif
uppbygginguna áfram og þá ekki síst vinnuframlag eigendanna sjálfra. Þessi þróun leiddi
það af sér að lítið framboð varð á leiguhúsnæði þar sem flestir Íslendingar komu sér upp
eigin húsnæði. Nú hefur orðið breyting á og ríkisstjórn Íslands hefur lagt til fjármagn í
gegnum íbúðalánasjóð á sérkjörum til uppbyggingar leiguíbúða og uppbyggingu
húsnæðissamvinnufélaga. Þá eru viðskiptabankarnir farnir að átta sig á tækifærum í
lánveitingum til skuldlítilla ellilífeyrisþega sem eiga fasteignir.
Niðurstöður greiningar leiða í ljós að hægt er að hafa veruleg áhrif á ráðstöfunartekjur sínar
með vali á íbúðarformi. Kaup á búseturétti í húsnæðissamvinnufélagi eins og Búmönnum
með 30% eignarhlutdeild og búseturétti með 100% eignarhlutdeild eins og býðst hjá
Sunnuhlíðarsamtökunum í Kópavogi leiðir til mestrar aukningar ráðstöfunartekna.

Samþykkt
1.1.2004


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
ibudarform.pdf1,68MBOpinn Áhrif íbúðarforms á ráðstöfunartekjur ellilífeyrisþega - heild PDF Skoða/Opna