ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10070

Titill

Þrep í átt að stefnumiðuðu sveitarfélagi. Prófun á stefnumótunarlíkani John M. Bryson hjá Sandgerðisbæ

Skilað
September 2011
Útdráttur

Hjá sveitarfélögum hefur stefnumótun að mestu leyti farið fram í afmörkuðum málaflokkum eða í tengslum við einstaka þætti í rekstri. Í þessu verkefni er viðfangsefnið að kanna hvort heildstæð stefnumótun í átt að stefnumiðaðri stjórnun geti verið árangursrík hjá íslensku sveitarfélagi.
Til að nálgast viðfangsefnið er lögð áhersla á að skoða líkan John M. Bryson um stefnumótun í 10 þrepum og prófað hvort hægt sé að staðfæra það að Sandgerðisbæ. Lagt er upp með að niðurstöður úr prófun á líkaninu hjá einu sveitarfélagi gefi vísbendingar um gagn þess fyrir önnur. Í tengslum við verkefnið fór vinna af stað hjá Sandgerðisbæ sem grundvallaðist á stefnumótunarlíkaninu og eru niðurstöðurnar hér byggðar á henni.
Í prófuninni náðist einungis að fara í gegnum fyrstu þrepin í líkaninu. Niðurstaðan var að sterkar vísbendingar eru um að hægt sé að staðfæra aðferðarfræði John M. Bryson um stefnumótun í opinberum skipulagsheildum í tíu þrepum að Sandgerðisbæ þannig að hún geti orðið grunnur að árangursríkri stefnumótun hjá sveitarfélaginu. Líkanið virkaði sem gagnlegt tæki til að stýra stefnumótunarvinnunni og skilaði þeim sem tóku þátt í ferlinu markvisst áfram. Út frá prófuninni er því hægt að segja að líklegt er að heildstæð stefnumótun í átt að stefnumiðaðri stjórnum geti verið árangursrík hjá íslenskum sveitarfélögum.

Samþykkt
15.9.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Ólafur Þór.pdf654KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna