ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1008

Titill

Lyfjamarkaðurinn á Íslandi : úttekt á markaðsháttum unnin fyrir PharmArctica

Útdráttur

Markmiðið með þessari skýrslu var að skoða uppbyggingu lyfjamarkaðarins á Íslandi og hvernig staðið er að markaðsmálum á honum. Úttektin var unnin fyrir fyrirtækið PharmArctica og hugsað sem handbók fyrir stjórnendur þess til að meta hvernig á að koma vörum þess á framfæri á árangursríkan hátt.
Við nánari skoðun á mismunandi þáttum lyfjamarkaðarins kom í ljós að algengt sé að tvo fyrirtæki hafi yfirburða stöðu í formi markaðshlutdeildar á hverju sviði.
Þegar búið er að greina stöðu PharmArctica á markaðnum má sjá fullt af tækifærum en fyrirtækið er jafnframt ungt að árum og því ákveðnir veikleikar enn til staðar.
Markaðsrannsóknir í formi vefkönnunar og rýnihópa sýndu fram á að kauphegðun neytenda á lyfjamarkaði er ólík því sem almennt þekkist á hefðbundnum neytendamörkuðum. Þegar fólk verslar lausasölulyf ræður eigin reynsla mestu um hvaða vörumerki verður fyrir valinu. Auglýsingar komu mjög illa út sem áhrifaþáttur og má tengja það meðal annars við þau flóknu lög og reglur sem gilda um gerð og birtingu þeirra á lyfjamarkaðnum. Djúpviðtöl við lækna staðfestu að mikið áreiti er frá lyfjafyrirtækjum á þessa starfstétt.
Helstu leiðir í markaðssetningu eru eftirfarandi: lyfjakynningar, tilkynningar, ráðstefnur, auglýsingar í læknatímaritum, ásamt alls kyns varningi sem starfsmönnum heilbrigðisgeirans er gefinn. Hjá neytendum eru hefðbundnir auglýsingamiðlar notaðir að undanskildu sjónvarpi þar sem ekki er leyfilegt að auglýsa lyf í gegnum það.
Lykilorð: Lyfjamarkaðurinn á Íslandi, markaðsrannsóknir, samkeppni, markaðssetning og kauphegðun.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
1.1.2004


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
lyfjamark.pdf756KBLokaður Lyfjamarkaðurinn á Íslandi - heild PDF  
lyfjamark_e.pdf155KBOpinn Lyfjamarkaðurinn á Íslandi - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
lyfjamark_h.pdf134KBOpinn Lyfjamarkaðurinn á Íslandi - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
lyfjamark_u.pdf96KBOpinn Lyfjamarkaðurinn á Íslandi - útdráttur PDF Skoða/Opna