is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10086

Titill: 
  • Áhrif afslátta á vörumerkjaímynd í hugum einstaklinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Afsláttarvörur eru, hafa verið og munu vera til um ókomna tíð. Viðfangsefni þessa verkefnis var að kanna hvort afslættir og tilboð hafi áhrif á vörumerkjaímynd í hugum neytenda. Fyrirfram taldi rannsakandi svo vera vegna þess að fræðin segja að hærra verð gefi vísbendingar um betri gæði.
    Verkefninu var skipt upp í tvo hluta þar sem að fyrri hlutinn var fræðilegur og fjallaði meðal annars um vörumerkjavirði og verðlagningu. Seinni hlutinn snéri síðan að rannsókn sem framkvæmd var í vor um áðurnefnt málefni. Sendur var út spurningalisti til nemenda í Háskóla Íslands og fengust alls 494 svör. Svörunum var komið fyrir í tölfræðiforritinu SPSS þar sem unnið var með tölurnar og greindur munur á milli breyta.
    Niðurstöður gáfu til kynna vísbendingar um að afslættir hefðu áhrif á vörumerkjaímynd í hugum einstaklinga að einhverju leyti. Meirihluti þátttakenda fannst t.a.m. afsláttarvörur eitthvað sem átti við gamlar vörur, nálægt síðasta söludegi eða það sem átti að hreinsa út fyrir nýtt og voru þeir sem voru ýmist yngri eða höfðu minnstu tekjurnar undir höndunum mun meira sammála því heldur en þeir sem voru eldri eða í hæsta tekjuflokknum. Þátttakendur voru samt sem áður almennt sammála um að það væri gott fyrir vörur sem væru að reyna að ryðja sér braut á markaði að vera á einhvers konar afslætti. Athygli vakti þó að þátttakendur tóku almennt ekki undir fullyrðinguna að afsláttarvara dragi úr væntingum sem gerðar væru til vörunnar né að hún beri með sér vísbendingar um minni gæði.

Samþykkt: 
  • 16.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10086


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
olafurjonjonsson_afslatturimynd.pdf800.82 kBLokaðurHeildartextiPDF