is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > MPH Kennslufræði og lýðheilsudeild (-2013) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10092

Titill: 
  • Samverutími unglinga og foreldra - Samanburður á svörum unglinga og mæðra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hve mikið samræmi eða ósamræmi væri í svörum unglinga og foreldra þeirra þegar spurt var út í samverutíma þeirra, tengsl, reglur og eftirlit. Framkvæmdin var tvískipt, annars vegar könnun meðal unglinga í 8. og 9. bekk, sem lögð var fyrir þau í skólanum og hins vegar könnun meðal foreldra sem svarað var á netinu. Svör unglinganna voru síðan pöruð saman við svör foreldranna. Eftir að búið var að sía frá þá unglinga og foreldra sem ekki var hægt að para saman stóðu eftir 79 pör af unglingi og móður og 34 pör af unglingi og föður. Aðeins voru notuð pörin unglingar og mæður í rannsókninni.
    Niðurstöður þessarar rannsóknar, eins og annarra svipaðra rannsókna, benda til nokkurs ósamræmis í svörum unglinga og mæðra þeirra. Ósamræmið var meira þegar spurt var út í huglæg atriði eins og tengsl unglinganna við foreldra sína heldur en atriði sem auðvelt er að telja, eins og matmálstíma.
    Marktæk fylgni var á svörum við spurningum um samveru á virkum dögum, hve oft unglingurinn og móðirin borða saman morgun- og kvöldmat, samræður um persónuleg málefni, ráðleggingar varðandi önnur verk, hvort unglingurinn fylgi reglum, hvort reglur séu um það hvenær unglingurinn eigi að koma heim á kvöldin og um eftirlit foreldra. Engin af þessum spurningum sýndi þó mikla fylgni í svörum.
    Lykilorð: Samverutími, unglingar, foreldrar, tengsl, reglur, eftirlit.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this study is to research the consistency between answers given by teenagers and their parents regarding their time together, connectedness, rules and supervision.
    This was carried out with two separate questionnaires, a written one that was given to 13 – 14 year olds during class and an online questionnaire for their parents. The answers of the teenagers were matched with their corresponding parent, leaving a total of 113 pairs that could be matched, 79 teenager/mother pairs and 34 teenager/father pairs. Only the teenager/mother pairs were used for the purpose of this study.
    Like other similar studies, this one indicates some inconsistency between the teenagers‘ answers and their parents‘. The inconsistency was greater in subjective matters like questions about relationships, than with more tangible things like meal times.
    There is a significant correlation between answers regarding a) the time teenagers and parents spend together during week days, b) how often they share meals, c) conversations about personal matters, d) advice on matters other than home work, e) obeying rules, f) whether rules are in place on curfew and parent supervision. The correlation, however, was in no case high.
    Key words: shared time, teenager, parent, connectedness, rule, supervision.

Athugasemdir: 
  • Lýðheilsufræði
Samþykkt: 
  • 19.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10092


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samverutími unglinga og foreldra - Hulda Orradóttir - MPH.pdf860.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna