is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10097

Titill: 
  • Vörumerkisuppbygging hljómsveitar: Hvernig getur íslensk rokkhljómsveit búið til sterkt vörumerki og viðhaldið því að mati neytenda?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fjölgun rokkhljómsveita á Íslandi er stöðug. Nýjar hljómsveitir koma fram á sjónarsviðið og gamlar eru með endurkomur (e. comeback). Með nýjum kynslóðum neytenda koma nýir smekkir og þ.a.l. nýjar stefnur og stílar í tónlistariðnaðinum. Undirtegundir rokkstefna aukast og þörfin verður meiri til aðgreiningar hjá hljómsveitum innan undirflokka rokksins. Breytilegi tónlistariðnaðurinn krefst þess sífellt meira af rokkhljómsveitum, gömlum sem nýjum, að leita sér betri leiða til að koma skilaboðum sínum á framfæri til neytenda með því að byggja og viðhalda sterku vörumerki. Markmið ritgerðarinnar er að komast að þeim leiðum í vörumerkisuppbyggingu hljómsveita sem að mati neytenda eru mikilvægar til að koma þessum skilaboðum á framfæri á skilvirkan hátt.
    Með þessari rannsókn er leitast við að svara rannsóknarspurningunni: Hvernig getur íslensk rokkhljómsveit búið til sterkt vörumerki og viðhaldið því að mati neytenda? Til að svara þessari spurningu var eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum beitt og eru niðurstöðurnar byggðar á mati neytenda til mikilvægra aðferða sem hægt er að fara í vörumerkisuppbyggingu rokkhljómsveita. Notast var við hentugleikaúrtak sem samanstóð af nemendum Háskóla Íslands og var megindleg könnun send til þeirra í gegnum vefpóst. Umfjöllun ritgerðarinnar og niðurstöður rannsóknarinnar eru aðallega af þrennum toga.
    Farið er í erlenda mörkun þar sem prófað er viðhorf þátttakenda á sambærilegum nafnapörum á íslensku og ensku. Þátttakendur eru á sama máli um að það skiptir nær engu hvort tungumálið er notað fyrir nafn á íslenskri rokkhljómsveit.
    Einnig er viðhorf þátttakanda prófað á víddir vörumerkisuppbyggingar rokkhljómsveitar nafn, ímynd, orðspor og tryggð. Rokkhljómsveitir eiga að gefa öllum víddunum verðugt vægi við uppbyggingu á vörumerki sínu.
    Í lokin er fjallað um og prófuð viðhorf þátttakenda til kostunar stofnana (einkarekins fyrirtækis, ráðuneytis og opinberar stofnunar) á íslenskar rokkhljómsveitir. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að þátttakendur mátu kostanir einkarekins fyrirtækis jákvæðast og kostanir ráðuneytis neikvæðast.

Samþykkt: 
  • 19.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10097


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-ritgerð Víkingur Másson PDF.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna