ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn í Reykjavík>X Kennslufræði- og lýðheilsudeild 2005-2013>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10103

Titill

Ekki eru allir bankamenn bankamenn : um starfsánægju framlínustarfsmanna í Landsbankanum

Skilað
Júní 2011
Útdráttur

Ritgerð þessi fjallar um starfsánægju og líðan framlínustarfsmanna í Landsbankanum og er unnin með megindlegri rannsóknaraðferð. Rannsóknin byggist á spurningakönnun sem lögð var fyrir 327 framlínustarfsmenn í 20 útibúum Landsbankans. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á starfsánægju og líðan framlínustarfsmanna og kanna hvort upplifun af efnahagshruninu í starfi, hefði áhrif á líðan þeirra.
Spurningakönnunin var útbúin með hliðsjón af Norræna spurningalistanum um sálfélagslega þætti í vinnunni, spurningum úr könnunum á líðan, vinnuumhverfi og heilsu starfsfólks í bönkum og sparisjóðum og spurningum sem rannsakandi samdi sjálfur. Könnunin var send út á rafrænu formi og niðurstöður svo færðar inn í SPSS tölfræðiforritið til úrvinnslu.
Helstu niðurstöður sýna að almennt líður framlínustarfsmönnum Landsbankans vel í vinnunni og þeir eru ánægðir í starfi sínu. Þeir bera mikið traust til næsta yfirmanns og starfsandi innan útibúanna er góður. Meðalaldur starfsmanna er 45,2 ár og meðalstarfsaldur þeirra 16,9 ár. Konur eru í miklum meirihluta starfsmanna, eða 75% og eru fleiri en karlar í öllum starfsheitum innan útibúanna. Í ljós kom að þeim starfsmönnum sem líður einna verst eru konur á miðjum aldri og með meðallangan starfsaldur, starfa sem þjónustufulltrúar, eru með framhaldsskólamenntun og starfa á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir

Lýðheilsufræði

Samþykkt
19.9.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Meistararitgerð, M... .pdf1,42MBLokaður Heildartexti PDF