is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10105

Titill: 
  • Lífeyrissjóðir: Breytt eignastýring eftir hrun
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um íslenska lífeyriskerfið, grunnstoðir þess, þróun fjárfestinga lífeyrissjóðanna og eignastýringu. Ritgerðin svarar því hvort núverandi fjárfestingar lífeyrissjóða séu hagkvæmar í ljósi gjaldeyrishafta, óskilvirks verðbréfamarkaðar og lítils hagkerfis. Jafnframt er reynt að varpa ljósi á hvort glæða sé á ný í íslensku efnahagslífi, hvort líf sé að kvikna á verðbréfamarkaði og spáð í afléttingu gjaldeyrishafta. Þá er velt upp mögulegum fjárfestingartækifærum og hvort lífeyrissjóðirnir standi frammi fyrir breyttri eignastýringu og eignasamsetningu.
    Lífeyrissjóðakerfið á Íslandi á sér langa sögu, hefur breyst mikið og er mjög flókið. Í þessari ritgerð er sagan ekki rakin í löngu máli og kerfinu ekki lýst til hlýtar. Eingöngu er tæpt á þessum þáttum sem undanfara umfjöllunar um eignastýringu og fjárfestingartækifæri.
    Höfundur þessarar ritgerðar hefur starfað hjá lífeyrissjóðum í yfir 10 ár og komið að flestum starfssviðum þeirra. Áhugi höfundar er mikill á lífeyriskerfi okkar Íslendinga og þá sérstaklega varðandi fjárfestingar og eignastýringu lífeyrissjóða. Í huga höfundar stendur íslenska lífeyrissjóðakerfið nú á tímamótum. Breytingar í átt að meiri skilvirkni, hagkvæmari rekstri og dreifðari fjárfestingum eru óhjákvæmilegar og þeim þáttum gerir höfundur skil hér.
    Ritgerðin skiptist í 8 kafla. Fyrsti kafli fjallar um lífeyriskerfi í iðnríkjunum, kenningum þar um og muninum á gegnumstreymiskerfi og sjóðsöfnunarkerfi. Kafli 2 fjallar um íslenska lífeyriskerfið, hvenær því var fyrst komið á fót, hvernig það var byggt upp og þróun þess. Þriðji kafli tengir hagfræðilegar kenningar hlutverki lífeyrissjóða fyrir þjóðfélagið, efnahagslífið, fjármálamarkaðinn og fyrir sjóðfélagann. Kafli 4 fjallar um þróun á fjölda lífeyrissjóða og sameiningar í ljósi kostnaðarhagræðingar og stærðarhagkvæmni. Kafli 5 fjallar um gríðarlegan vöxt lífeyrissjóðakerfisins, stærð þess, hvernig ráðstöfunarfé hefur verið varið, þróun eignasamsetningar, hvernig eignir hafa verið ávaxtaðar og uppgjör. Einnig er fjárfestingarstefna lífeyrissjóða skoðuð og þróun verðbréfaeignar rakin. Kafli 6 fjallar um áhrif hruns á eignir lífeyrissjóðanna og áhrif gjaldeyrishafta. Þá er fjallað um íslenskt fjármálaumhverfi, skoðaðir eru sérstaklega þrír markaðir og staða þeirra í dag. Í 7. kafla er fjallað um horfur lífeyrissjóða sem fagfjárfesta og velt upp þeirri spurningu hvenær vænta megi næstu hagsveiflu og hvenær líf vakni á íslenskum verðbréfamarkaði með augum hagfræðinnar. Tæpt er á áhrifum verðtryggingar, uppgjörsaðferða og ávöxtunarkröfu á eignir lífeyrissjóða. Fjallað er um fjárfestingarkosti sem bjóðast í ljósi gjaldeyrishafta og óskilvirks verðbréfamarkaðar en einnig um fjárfestingar erlendis og mikilvægi alþjóðlegrar áhættudreifingar. Að endingu er fjallað um mikilvægi fjárfestingarstefnu, möguleg fjárfestingartækifæri og hvort breyta þurfi áherslum í eignastýringu lífeyrissjóða í komandi framtíð. Að endingu eru niðurstöður reifaðar í kafla 8.

Samþykkt: 
  • 19.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10105


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lífeyrissjóðir; breytt eignastýring eftir hrun.pdf1.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna