ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10107

Titlar
  • Fjármál knattspyrnufélaga í Evrópu

  • en

    Finances of football clubs in Europe.

Skilað
Október 2011
Útdráttur

Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar eru fjármál í knattspyrnuheiminum, aðallega á Englandi og Spáni. Farið er í þróun fjármála frá upphafi atvinnumennsku á Englandi og skoðað hve gífurlega fjármálamarkaður knattspyrnunnar á Englandi hefur stækkað.
Skoðað verður hvernig knattspyrnufélög fjármagna starfsemi sína og hvort að fylgni sé á milli mikilla leikmannakaupa og árangurs. Skoðað verður af hverju gríðarlegt bil hefur skapast á milli risanna tveggja í spænskri knattspyrnu, Barcelona og Real Madrid, og hinna félaga Spænsku úrvalsdeildarinnar. Einnig verður litið á Financial fair play reglurnar sem UEFA setti nýlega en þær skylda félög til að skila ekki tapi á rekstri ella verði þeim bönnuð þátttaka í Evrópukeppnum. Niðurstöður benda til þess að hægt sé að kaupa sér árangur á knattspyrnuvellinum en félög eins og Manchester City og Chelsea hafa sannað það. Niðurstöðurnar benda einnig til þess fjármál knattspyrnunnar séu farin út í öfgar þar sem knattspyrnan virðist vera orðin leikvöllur forríkra manna sem hafa enga hugmynd um hvað skal gera við það gífurlega fjármagn sem þeir hafa yfir að ráða. Niðurstöður sýna þar að auki fram á það að Financial fair play reglurnar séu heilbrigð viðbót við regluverk UEFA til að stemma stigum við þá gríðarlegu fjármálavæðingu sem á sér stað í heimi knattspyrnunnar.

Samþykkt
19.9.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS ritgerð tommi.pdf645KBLæst til  14.5.2018 Heildartexti PDF