ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10112

Titlar
  • Eru hjúkrunarfræðinemar fórnfúsari en hjúkrunarfræðingar?

  • en

    Are nursing students more altruistic than nurses?

Skilað
September 2011
Útdráttur

Þegar rætt er um góðgerðarmál, bakgrunn einstaklinga, menntun og starfshvata er hugtakið fórnfýsi líklega ekki það fyrsta sem kemur upp í huga manna. Verkefni þetta greinir frá helstu rannsóknum á fórnfýsi erlendis frá, skilgreiningu á hugtakinu ásamt íslenskri rannsókn. Markmið verkefnisins var að athuga hvort það er munur á fórnfýsi meðal íslenskra hjúkrunarfræðinga í klínísku starfi hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi og hjúkrunarfræðinema. Þessir tilteknu hópar urðu fyrir valinu þar sem að fyrri rannsóknir benda til þess að fórnfýsi dvíni með tímanum meðal þessara einstaklinga.
Rannsóknin var í formi einræðisherra-tilraunar (e. dictator experiment) og spurningalista og fór hún fram í ágústmánuði 2011. Rannsóknarformið og spurningalistinn voru unnin eftir fyrri rannsóknum á viðfangsefninu og er því komin reynsla á mælitækin sem notuð voru.
Niðurstöður benda til þess að íslenskir hjúkrunarfræðinemar séu ekki fórnfúsari en hjúkrunarfræðingar í klínísku starfi eins og talið var. Aftur á móti fannst ekki marktækur munur á fórnfýsi meðal íslenskra hjúkrunarfræðinema og hjúkrunarfræðinga. Hugsanlegt er að það gæti verið vegna fámenns úrtaks og því ekki hægt að alhæfa um hópana. Niðurstöður benda einnig til að íslenskir hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarfræðinemur séu jafn fórnfúsir og þeir erlendu.
Að lokum verður bent á nokkur rannsóknarefni sem vert er að athuga í framhaldi
af þessari rannsókn en hugtakið fórnfýsi hefur lítið verið athugað hér á landi. Eru því
mörg tækifæri til að rannsaka efnið nánar.
Lykilhugtök: Fórnfýsi, góðgerðarmál, menntun, starfshvati, hjúkrunarfræðingar, félagsfræðingar og hagfræðingar

Samþykkt
20.9.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
MS-ERM.pdf1,21MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna