is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10140

Titill: 
  • Fyrirmyndarskóli fyrir börn á yngsta stigi grunnskólans : hvað segja fræðin og hvert er viðhorf kennara og foreldra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það hafa flestir skoðun á því hvað góður grunnskóli er. Í okkar kennaranámi hafa umræður um skólastarf og þá þætti er einkenna góðan skóla verið rauður þráður í náminu og mótað þá sýn er við höfum á fyrirmyndarskóla. Í þessari ritgerð munum við fjalla um skólastarfið og hvað góður skóli þarf að hafa, að okkar mati, til að vera til fyrirmyndar. Við munum skoða lög og reglur sem sett eru um skólastarfið, fjalla um kenningar fræðimanna og áhrif þeirra á skólastarfið, tengsl heimilis og skóla og áhrif þessara tengsla á nemendur. Við munum fjalla um nám án aðgreiningar og nokkra þætti er falla undir þessa skilgreiningu s.s einstaklingsmiðað nám, hegðunarerfiðleika og nýbúa. Í ritgerðinni fjöllum við einnig um mismunandi námskrár og þá sérstaklega duldu námskrána. Grunnskólakennarar bera mikla ábyrgð í starfi sínu og við munum fjalla um hlutverk kennarans, fjölbreytta kennsluhætti ásamt fjölbreyttu námsmati. Til að geta skoðað hvað fyrirmyndarskóli þarf að hafa verður að kanna viðhorf foreldra og kennara til skólastarfsins. Því sendum við spurningalista til 16 grunnskólakennara á yngsta stigi grunnskólans og 16 foreldra sem áttu eitt eða fleiri börn á yngsta stigi grunnskólans. Spurningalistarnir innihéldu bæði opnar og lokaðar spurningar ásamt rannsóknarspurningu okkar: Hvernig er fyrirmyndarskóli fyrir börn á yngsta stigi að þínu mati? Bárum við niðurstöður könnunarinnar saman við eigin sýn á fyrirmyndarskóla.

Athugasemdir: 
  • Fyrirmyndarskóli fyrir börn á yngsta stigi grunnskólans,viðhorf kennara og foreldra til skólastarfsins. Skoðað er hvað fræðin segja um skólastarfið og hvernig gott skólastarf á að vera.
Samþykkt: 
  • 22.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10140


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-heildartexti-bep-rid.pdf592.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna