is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10150

Titill: 
  • Hótel Reykjavík og bruninn mikli árið 1915. Þróun brunamála í Reykjavík í tengslum við brunann mikla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um brunamál í Reykjavík í tengslum við brunann mikla árið 1915 og þróun þeirra. Rannsakað er hversu mikil áhrif bruninn hafði á brunamálin í Reykjavík, og er þar átt við slökkviliðið, brunavarnir og timburhúsa-, skipulags- og tryggingamál. Orðræðan í samfélaginu um brunamálum er rannsökuð og athugað er hvort greina megi augljósa breytingu í henni fyrir og eftir brunann. Á þessum tíma í kringum brunann árið 1915 var margt sem taka þurfti tillit til í Reykjavík. Bæ með ört vaxandi fólksfjölgun og í kjölfarið mikinn húsnæðisvanda. Hótel Reykjavík var nokkurs konar tákn nýrra tíma, þar var að finna flest allar tækninýjungar sem í boði voru í Reykjavík á þeim tíma og var einn aðal-samkomustaður borgaranna í bænum. Hvernig endurspeglar Hótel Reykjavík og bruninn samfélagsgerð þessa tíma? Þróun Reykjavíkur úr bæ í borg krafðist nýrrar hugsunar af bæjarbúum varðandi brunamál. Slökkvilið hafði verið til staðar í bænum frá árinu 1874, en árið 1915 voru aðstæður í bænum orðnar gjörbreyttar og velta má því fyrir sér hvort þróun brunavarna hafi verið í takt við aðra þróun í Reykjavík. Nauðsyn brunavarna var oft deiluefni manna, og þá hversu mikið væri nóg. Talað var um að óþarfi væri að eyða takmörkuðu fé bæjarins í munaðarvöru. Þá er spurning hvort sjá megi augljósa breytingu á hugarfari bæjarbúa gagnvart brunavörnum eftir brunann. Hvaða áhrif hafði bruninn á brunatryggingar í bænum? Gæti bruninn hafa verið hvatinn að stofnun Brunabótafélags Íslands? Hversu mikil áhrif hafði danska brunabótafélagið á brunamál í bænum og hvernig var viðhorf Íslendinga gagnvart þessu erlenda tryggingarfélagi? Í ritgerðinni verður leitast við að gefa heildstæða mynd af öllum þessum þáttum og vægi þeirra. Orðræðugreiningu er beitt til að ná sem bestum skilningi á hvernig brunamálum var háttað í Reykjavík á fyrstu tveimur áratugum síðustu aldar.

Samþykkt: 
  • 26.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10150


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
baritgerð_ólöfvignisdóttir.pdf653.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna