is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10153

Titill: 
  • Deilurnar um Vísur Vatnsenda-Rósu. Höfundarréttur, þjóðlög og eignarhald á menningu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um deilur sem spunnust í kring um lagið Vísur Vatnsenda-Rósu við lok síðustu aldar og upphaf þessarar. Málið hófst þannig að Jón Ásgeirsson tónskáld tók þjóðlagið Enginn lái öðrum frekt, sem finna má í þjóðlagasafni séra Bjarna Þorsteinssonar, og vann úr því stærra verk, lagið sem Íslendingar þekkja sem Vísur Vatnsenda-Rósu. Lagið var gefið út í ýmsum útgáfum, en árið 1995 gerði Jón athugasemd við notkun lagsins í myndinni Tár úr steini þar sem hann taldi að brotið hefði verið á höfundarrétti sínum. Það olli deilum sem enduðu með því að STEF lét sérfróða menn á sínum snærum vinna mat á eignaraðild Jóns að laginu. Niðurstaðan varð sú að hann ætti 10/12 hluta þess, og því mætti kalla það tónverk eftir Jón Ásgeirsson. Þetta mat varð mjög umdeilt og fleiri deilur spruttu í kjölfarið, m.a. við Björk Guðmundsdóttur og Stefán S. Stefánsson.
    Í ritgerðinni eru þessar deilur raktar og vandamálin sem þær velta upp skoðuð með hliðsjón af öðrum rannsóknum á þessu sviði. Frumheimildir rannsóknarinnar eru tvennskonar. Annars vegar skrifleg gögn í tengslum við málið – bréf, greinargerðir og blaðaúrklippur – og hins vegar eigindleg viðtöl sem ég tók við þá sem áttu hlut að máli.
    Ritgerðin skiptist í átta kafla. Í inngangskaflanum greini ég frá viðmælendum mínum, heimildum og aðferðum sem ég notaði. Í öðrum kafla fjalla ég um sögu höfundarréttar og í þriðja kafla um vandamál sem bundin eru við hann. Í fjórða kafla fjalla ég um lagið sjálft, uppruna þess og útbreiðslu, í 5.-8. kafla fjalla ég um sjálfar deilurnar, rek þær frá upphafi til enda út frá þeim gögnum og viðtölum sem ég hef undir höndum og í níunda kafla tek ég svo fyrir og reyni að svara helstu spurningum sem deilan snertir á, dreg ályktanir og velti fyrir mér hvaða lærdóm megi draga af málinu.

Samþykkt: 
  • 27.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10153


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð-Egill.pdf2.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna