ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10161

Titill

Árangursrík nótnalestrarkennsla eftir líkani Beinnar kennslu (Direct instruction, DI): Árangursmat á frammistöðu sex nemenda með margföldu grunnlínusniði (single case experimental design, multiple baseline)

Skilað
Október 2011
Útdráttur

Notast var við margfalt grunnlínusnið yfir hegðun og þátttakendur til að meta áhrif Beinnar kennslu (Direct Instruction, DI) á frammistöðu tónlistarnema í nótnalestri. Athuguð voru áhrif kennslunnar hjá þremur gítarnemum á unglingsaldri sem höfðu numið gítarleik í 3-4 ár og áttu í erfiðleikum með nótnalestur. Á grunnlínuskeiði fengu nemendurnir kennslu í nótnalestri eftir almennum kennslubókum og hefðbundinni aðferð en við inngrip voru notaðar aðferðir DI. Frammistaða nemenda var metin á lestri tónhæðar, hryns og hefðbundinna laglína. Allir nemendur bættu frammistöðu sína í nótnalestri þegar líkani DI var beitt og einungis þá. Gerð var bein endurtekning á rannsókninni og voru niðurstöður sambærilegar, allir nemendur bættu sig á öllum breytum sem voru metnar þegar líkani DI var beitt og einungis þá.

Samþykkt
29.9.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Rafn Emilsson.pdf2,23MBLokaður Heildartexti PDF