ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10170

Titill

Máninn líður, dauðinn ríður. Áhrif þjóðtrúar á íslenskar glæpasögur

Skilað
September 2011
Útdráttur

Þessi ritgerð hefur það hlutverk að skoða samtímaglæpasögur með tilliti til þjóðfræðilegs efnis og varpa ljósi á þjóðsagnayrkisefni sem eru notuð í íslenskum glæpasögum. Skoðaðar verða valdar glæpasögur eftir Arnald Indriðason, Óttar M. Norðfjörð, Stefán Mána, Yrsu Sigurðardóttur og Árna Þórarinsson. Einnig er ætlunin að sýna hvernig íslenskir glæpasagnarithöfundar nota þjóðsagnaefni í glæpasögum sínum, hvers vegna þeir velja þessa aðferð og hvernig vangaveltur um notkun þjóðsagnaefnis, sem hver höfundur tekur fyrir, eru heimfærðar í nútímaviðmið. Til þess þarf víðan grunn og þekkingu á þjóðfræði og helstu kenningum hennar, sem og á þjóðtrú og því hvernig samfélagsmyndin leit út í „gamla daga“. Þess vegna er mikilvægt að byrja á því að skoða, í grófum dráttum, hvaða hlutverki þjóðsögur gegndu í íslensku sveitasamfélagi fyrr á öldum. Með því að líta einnig á þjóðtrú Íslendinga nú á dögum skal sýnt hversu lifandi og áhrifamikil íslensk þjóðtrú er enn í samfélaginu og þannig skapa stærri yfirsýn yfir þjóðsagnayrkisefnið sem glæpasagnarithöfundar tileinka sér. Í sumum atriðum ritgerðarinnar er bent á mun á milli Íslands og meginlands Evrópu til að fá víðari sýn yfir rannsóknarefnið.

Samþykkt
3.10.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA-lokaútgáfa1.pdf837KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna