ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1018

Titill

Iðja kvenna sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og þörf þeirra fyrir endurhæfingu og stuðning

Útdráttur

Tilgangur rannsóknarinnar var að fá upplifun kvenna sem greinst hafa með
brjóstakrabbamein af áhrifum þessa atburðar á líf þeirra og hvernig heilbrigðiskerfið mætti þeirra
þörfum. Leitast var við að svara eftirfarandi spurningum: 1. Hvernig hefur iðja kvenna breyst í
kjölfar greiningar og meðferðar á brjóstakrabbameini? 2. Hver er þörf þessara kvenna fyrir
endurhæfingu og stuðning? Rannsóknin var eigindleg og gögnum safnað með viðtölum.
Þátttakendur voru 9 konur sem greinst höfðu með brjóstakrabbamein og sótt endurhæfingar- og
stuðningsmiðstöðina Ljósið. Í viðtölunum var stuðst við viðtalsramma matstækisins OPHI-II
(Occupational Performance History Interview). Viðtölin voru afrituð og kóðuð. Niðurstöður
birtust í þremur meginþemum, erfiðleikar, hvað hjálpaði og varanlegar breytingar. Konurnar
upplifðu ýmsar erfiðar tilfinningar þegar þær greindust og þurftu auk þess að takast á við
aukaverkanirnar sem fylgdu krabbameinsmeðferðinni. Sumar konurnar lýstu vonbrigðum sínum
yfir því að þeim var ekki vísað áfram í endurhæfingu eftir að hefðbundinni krabbameinsmeðferð
lauk. Persónulegur styrkur og stuðningur frá fjölskyldu, vinum og samferða fólki í Ljósinu var það
sem hjálpaði konunum að komast í gegnum þessa erfiðu reynslu. Varanlegar breytingar urðu á
hlutverkum, gildum, venjum og líkamlegri heilsu kvennanna. Í ljósi niðurstaðna er brýn þörf á að
krabbameinsendurhæfing standi öllum til boða og að fólki sé leiðbeint í átt að slíkri þjónustu.

Samþykkt
1.1.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
LOKAVERKEFID.pdf5,4MBOpinn Iðja kvenna - heild PDF Skoða/Opna