is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10180

Titill: 
  • Laxveiðihlunnindi í Borgarbyggð
  • Titill er á ensku The resources of the salmon angling in Borgarbyggð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa verkefnis er að kanna umfang og áhrif laxveiða í sveitarfélaginu Borgarbyggð. Könnuð voru umsvif veiðifélaga, tekjur veiðiréttarhafa og skatttekjur sveitarfélagsins af laxveiði árið 2009. Að auki var skoðuð breyting á eignarhaldi laxveiðijarða á síðustu 20 árum.
    Helstu niðurstöður verkefnisins eru að laxveiði í Borgarbyggð er að meðaltali rúmlega fjórðungur af heildar laxveiði af náttúrulegum stofnun á Íslandi sé miðað við árin 1974-2009 og fjórar af tíu fengsælustu laxveiðiám á Íslandi eru í sveitarfélaginu. Efnahagslegt virði laxveiðanna í Borgarbyggð, bein, óbein og afleidd áhrif, eru áætluð 3,2 milljarðar króna.
    Heildarvelta veiðifélaganna í Borgarbyggð eru rúmar 407 millj. kr. og hagnaður tæpar 277 millj. kr. eða 68% af heildarveltu árið 2009. Veiðitekjur félaganna af laxveiðum eingöngu eru rúmar 392 millj. kr. og há marktæk fylgni er milli veiðitekna árið 2009 og meðalveiði áranna 2000-2009 (R2=0,59 og P=0,0005). Arður til veiðiréttarhafa er tæpar 287 millj. kr. og er það 16,35% af fasteignamati veiðihlunnindanna sem er 1,7 milljarður kr. Skatttekjur sveitarfélagsins af laxveiðihlunnindum og veiði-húsum þeim tengdum eru 8,8 millj. kr. Árið 2009 eru 41% af veiðijörðum í Borgarbyggð í eigu aðila með lögheimili utan sveitarfélagsins en árið 1990 var það hlutfall 27%. Í verkefninu hefur verið varpað ljósi á umsvif tengdum laxveiðum í héraðinu, en ljóst að þó nokkur hluti af veltu bæði beinni og óbeinni tengdri laxveiði fer út fyrir Borgarbyggð og hefur því ekki margfeldisáhrif þar. Samt sem áður er verðmæti auðlindarinnar mikið fyrir sveitarfélagið og íbúa þess, ekki síst eigendur veiðihlunnindanna

Samþykkt: 
  • 4.10.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10180


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AnnaSteinsen_Laxveiðihlunnindi_í_Borgarbyggð.pdf1.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna