ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10183

Titill

Rafræn náms- og starfsráðgjöf á Íslandi. Viðhorf og reynsla íslenskra náms- og starfsráðgjafa

Skilað
Október 2011
Útdráttur

Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna stöðu rafrænnar náms- og starfsráðgjafar á Íslandi ásamt því að fá fram viðhorf náms- og starfsráðgjafa til hennar og hver reynsla þeirra væri af því að veita rafræna náms- og starfsráðgjöf. Rannsóknin var byggð á rafrænni spurningalistakönnun sem send var til allra félaga í Félagi náms- og starfsráðgjafa, 269 talsins, sem hafa aðgang að heimasíðu félagsins. Niðurstöður sýna að rafræn náms- og starfsráðgjöf er stunduð á Íslandi og flestir starfandi náms- og starfsráðgjafar sem tóku þátt hafa sinnt henni. Rafræn náms- og starfsráðgjöf er samt sem áður lítill hluti vinnutíma hvers náms- og starfsráðgjafa og reynsla hvers og eins ekki mikil eða fjölbreytt. Þeir íslensku náms- og starfsráðgjafar sem svöruðu telja einnig eindregið að sambærilegt ráðgjafarsamband myndist ekki í rafrænni náms- og starfsráðgjöf samanborið við hefðbundna náms- og starfsráðgjöf augliti til auglitis. Einnig kallar yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem tóku þátt eftir rafrænum gagnagrunni um nám og störf að erlendri fyrirmynd. Vonast er til að niðurstöðurnar verði gagnlegar fyrir námsbrautina náms- og starfsráðgjöf í Háskóla Íslands, náms- og starfsráðgjafarstéttina, aðila sem hafa með menntamál og vinnumarkaðinn að gera og aðra þá sem láta sig þetta málefni varða.

Samþykkt
5.10.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Alfhildur_Eiriksdo... .pdf498KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna