ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1021

Titill

Félags- og menningarleg áhrif ferðamennsku á heimamenn

Útdráttur

Viðfangsefni þessa verkefnis var að rannsaka félags- og menningarleg áhrif ferðamennsku á heimamenn í nágrenni ferðamannastaðanna Lónsöræfa og Landmannalauga. Rannsóknin fólst í því að kanna viðhorf heimamanna til uppbyggingar ferðaþjónustu í sinni heimabyggð og til þeirra ferðamanna sem þangað sækja. Niðurstöður frá hvoru rannsóknarsvæði voru bornar saman til að geta áttað sig betur á niðurstöðum og til að fá vísbendingar um það hvort ferðamennska hafi meiri áhrif á öðru svæðinu en hinu.
Af niðurstöðum rannsóknarinnar má álykta að ferðamennska sé almennt ekki farin að hafa neikvæð félags- og menningarleg áhrif á heimamenn í nágrenni Lónsöræfa og Landmannalauga. Viðhorf heimamanna til erlendra ferðamanna er almennt mjög gott en íslenskir ferðamenn fá aftur á móti mun verri dóma meðal heimamanna á báðum rannsóknarsvæðum. Viðhorf heimamanna til uppbyggingar ferðaþjónustu í sínu byggðarlagi er jákvætt að mestu leyti. Flestir telja umfang ferðaþjónustunnar vera mátulegt eins og það er í dag. Heimamenn virðast lítið nota sér þá afþreyingu sem svæðið býður upp á og töldu margir ástæðuna vera plássleysi. Tekjur og aukin atvinnutækifæri telja heimamenn á báðum svæðum vera aðal ávinning svæðisins af ferðaþjónustu. Meirihluti heimamanna telja ferðaþjónustu á svæðinu ekki hafa ókosti í för með sér.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að heimamenn sem starfa við ferðaþjónustu eru meðvitaðri um áhrif ferðamennsku heldur en þeir sem ekki starfa við ferðaþjónustu. Meirihluti heimamanna hafa mjög sjaldan samskipti við erlenda ferðamenn.
Niðurstöður rannsóknarinnar gefa ekki til kynna að marktækur munur sé á áhrifum ferðamennsku á heimamenn í nágrenni Lónsöræfa og Landmannalauga.
Lykilorð:
 Ferðaþjónusta
 Ferðamenn
 Heimamenn
 Viðhorf
 Félags- og menningarleg áhrif

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2002


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
ferdamennheimamenn.pdf696KBTakmarkaður Félags- og menningarleg áhrif ferðamennsku á heimamenn - heild PDF  
ferdamennheimamenn_e.pdf145KBOpinn Félags- og menningarleg áhrif ferðamennsku á heimamenn - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
ferdamennheimamenn_h.pdf150KBOpinn Félags- og menningarleg áhrif ferðamennsku á heimamenn - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
ferdamennheimamenn_u.pdf102KBOpinn Félags- og menningarleg áhrif ferðamennsku á heimamenn - útdráttur PDF Skoða/Opna