ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Viðskiptadeild>Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10217

Titlar
  • Þróun sorpflokkunar á íslenskum heimilum : viðhorf íbúa og sveitarfélaga

  • A development in a garbage classification on Icelandic homes : attitudes of inhabitants and communities

Leiðbeinandi
Skilað
September 2011
Útdráttur

Í þessari rannsókn var leitast við að kanna þróun sorpflokkunar á íslenskum heimilum.
Markmið rannsakanda var annars vegar að kanna hvernig staðan er á flokkunarmálum á
íslenskum heimilum í dag og hins vegar að kanna hvaða viðhorf fólk hefur til flokkunar
á heimilissorpi almennt. Höfundur skoðaði meðal annars hvort aðild Íslands að
Evrópska efnahagssvæðinu (EES), og þar með aukinni samvinnu Íslands og Evrópu,
hafi haft áhrif á þróun mála hér á landi í tengslum við umhverfismál. Mikilvægt er fyrir
okkur Íslendinga að fylgjast með þeim markmiðum og þeirri þróun sem Evrópubúar
hafa sett sér í tengslum við þennan málaflokk og temja okkur þau markmið. Tilskipanir,
lög og reglugerðir voru skoðaðar með hliðsjón af þeim samningum sem Íslendingar
hafa skuldbundið sig gagnvart Evrópusambandinu (ESB).
Kannað var hvort aukning hafi orðið á flokkun heimilissorps á undanförnum misserum í
tengslum við endurvinnslu og endurnýtingu. Stefna stjórnvalda í þessum efnum var
skoðuð og reynt að varpa ljósi á það hvort íslensk stjórnvöld hvetji sveitarfélög og íbúa
þeirra almennt til að flokka heimilissorp og með hvaða hætti. Unnið var með aðgengileg
gögn og fyrri rannsóknir á viðfangsefninu. Tekin voru tvö viðtöl, annars vegar við
framkvæmdastjóra markaðssviðs hjá Íslenska Gámafélaginu ehf. og hins vegar við
rekstrarstjóra Gámaþjónustunnar hf. Auk þess framkvæmdi höfundur viðhorfskönnun
þar sem leitast var eftir að ná fram viðhorfi íbúa til flokkunar á heimilissorpi.
Helstu niðurstöður könnunarinnar voru þær að fólk er almennt jákvætt varðandi flokkun
á heimilissorpi. Könnunin sýnir að þeim sem flokka heimilissorp finnst það vera
borgaraleg skylda sín að stuðla að endurvinnslu og endurnýtingu. Fólk telur að með því
dragi það úr því magni af sorpi sem annars færi til endanlegrar förgunar og minnki þar
með þau mengunaráhrif sem það hefur á umhverfið. Helsta ástæðan fyrir því að fólk
flokkar ekki heimilissorp samkvæmt niðurstöðum úr könnuninni var sú að það hafði
ekki aðstöðu til að flokka sorp en var að öðru leiti almennt jákvætt út í flokkun og taldi
flokkun hafa jákvæð áhrif á umhverfið.

Samþykkt
10.10.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BS_Hulda_S_Helgadó... .pdf3,73MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna