is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10222

Titill: 
  • Alpakka ull fyrir sjálfsvitundina. Þróun viðskiptahugmyndar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í árþúsundir hefur alpakka dýrið verið ræktað hjá tilheyrandi menningum á stærsta fjallahrygg veraldar sem er í Andesfjöllum Suður Ameríku. Á hinu mikla svæði koma fram nánast allar útgáfur af veðri og geta veðurfarsbreytingar orðið á einungis nokkrum mínútum. Undir þessum erfiðu kringumstæðum hefur kápa dýrsins þróast út í að vera eitt besta náttúrulega trefjaefni sem völ er á, en það uppgötvuðu kærasta mín og ég fyrir okkur sjálf sem bakpokaferðalangar í Perú. Frá þeim tíma hefur uppgötvun okkar á alpakka ulinni breyst úr aðdáun yfir í viðskiptahugmynd sem kemur fram í þessari ritgerð. Í henni verður gert grein fyrir eiginleikum alpakka dýrsins og ullarafurðum þess sem undir tengslaneti verður unnið að koma á framfæri á alþjóðamarkaði. Mun tengslanetið hefjast af hópi þátttakenda sem stefna að því að kynna vöru sem uppfyllir mismunandi þarfir markaðsins sem og neytenda út frá ljósi sjálfbærni. Með markaðssetningu sem fer aðallega fram á veraldarvefnum verður því lýst hvernig hægt er að gera landfræðilega grein fyrir vöru sem tekur þátt í hinu flókna hnattræna kerfi sem felur í sér sögulegan og menningarlegan bakgrunn ásamt því að allt framleiðsluferli hennar fer fram á sama svæði. Í samhengi við þær umræður verður tekið fyrir mikilvægi sjálfsvitundar varðandi þessa nálgun frá sjónarhorni ferðamálafræðinnar og vistvænnar vitundar. Út frá þessari nálgun verður markmiðið að gefa ullarafurðum alpaca dýrsins upplyftingu sem veitir þann möguleika að koma fram sem nýsköpunarhugmynd.

Samþykkt: 
  • 12.10.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10222


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðmundur Örn.pdf703.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna