is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10233

Titill: 
  • Þjálfun og fræðsla í verðlaunafyrirtækjum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um stöðu þjálfunar og fræðslu í fjórum skipulagsheildum (e. Organization) sem fengið hafa hin íslensku gæðaverðlaun. Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar rannsakanda voru kynntar niðurstöður úr Cranet rannsókninni, alþjóðlegri mannauðsrannsókn sem framkvæmd hafði verið tvisvar á Íslandi, árin 2003 og 2006. Niðurstöður rannsóknarinnar árið 2006 staðfesti þær sem fengust árið 2003, að engin af 319 stærstu skipulagsheildum Íslands, sem þátt tóku í rannsókninni, gátu talist með stefnumiðaða mannauðsstjórnun. Á sama tíma voru margar skipulagsheildir að fá alþjóðlegar vottanir fyrir gæði í rekstri sínum og starfsemi. Nokkrar þessara skipulagsheilda höfðu meira að segja hlotið hin íslensku gæðaverðlaun sem veitt voru árlega fyrir frammúrskarandi framkvæmd í gæðamálum.
    Rannsóknin var mótuð eftir þeirri ályktun að skipulagsheild með virkt gæðakerfi verði að marka stefnu sína eftir því gæðakerfi. Því hljóti vel heppnuð framkvæmd í gæðamálum að vera stefnumiðuð framkvæmd. Því kemur upp ósamræmi þegar niðurstöður Cranet rannsóknarinnar sýna að engin skipulagsheild teljist með stefnumiðaða mannauðsstjórnun.
    Til þess að athuga orsakir þessa ósamræmis valdi rannsakandi að skoða einn af meginþáttum í mannaauðsstjórnun hverrar skipulagsheildar, þjálfun og fræðslu starfsmanna. Valdar voru fjórar skipulagsheildir sem áttu það sameiginlegt að hafa fengið hin íslensku gæðaverðlaun og tekið þátt í Cranet rannsókninni. Ákveðið var að nota eigindlegra rannsóknaraðferð með djúpviðtölum. Mótaðar voru spurningar út frá kenningum helstu fræðimanna um stefnumiðaða þjálfun og fræðslu. Tekin voru tvö viðtöl í hverri skiplagsheild, annað við stjórnanda sem bar ábyrgð á þjálfunar- og fræðslumálum og hitt við stjórnanda sem koma að gæðamálum í skipulagsheildinni.Svör viðmælenda voru greind eftir helstu fræðikenningum í gæðastjórnun, stefnumiðaðri mannauðsstjórnun og stefnumiðaðri þjálfun og fræðslu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þrátt fyrir vottanir og verðlaun í gæðamálum hafi niðurstaða Cranet rannsóknarinnar verið rétt.
    Þótt skipulagsheildirnar ættu það sameiginlegt að geta ekki talist með stefnumiðaða þjálfun og fræðslu voru ástæðurnar fyrir þeirri niðurstöðu ekki alltaf þær sömu. Að mati rannsakanda væri oftast hægt að bæta þessa þætti með litlum tilkostnaði m.a. með því að nýta betur fyrirliggjandi gögn og breyttu viðhorfi til þjálfunar og fræðslu.

Samþykkt: 
  • 24.10.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10233


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-ritgerd í mannaudsstjornun.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna