is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10234

Titill: 
  • Andleg heilsa kvenna í tengslum við námskeiðið „Njóttu þess að borða“: Meðferð byggð á hugrænni atferlismeðferð fyrir konur í yfirvigt
  • Titill er á ensku The mental health of women attending the program "Enjoy eating": Program based on Cognitive Behavior Therapy for obese women
Útdráttur: 
  • Inngangur: Offita er eitt stærsta lýðheilsuvandamál í heiminum í dag og tíðni hennar hefur aukist síðustu 20-30 árin. Offita hefur áhrif á andlega og líkamlega heilsu og eykur dánartíðni. Skortur er á meðferðarúrræðum sem skila viðunandi langtímaárangri.
    Markmið: Að forprófa 15 vikna meðferð byggða á hugrænni atferlismeðferð (HAM) og þjálfun svengdarvitundar (AAT) fyrir konur í yfirvigt. Markmið meðferðar var að þátttakendur léttist, LSÞ lækki, lífsgæði aukist og dragi úr einkennum þunglyndis og kvíða.
    Aðferð: Rannsakandi skipulagði meðferðina ásamt samnemanda undir handleiðslu leiðbeinenda. Meðferðin er í námskeiðsformi og nefnist „Njóttu þess að borða“. Rannsóknin var íhlutandi, þar sem áhrif íhlutunar var rannsökuð hjá tveimur hópum, hóp A og B. Hópur A var rannsakaður meðan hópur B var til samanburðar, síðan var víxlrannsóknarsniði (e. crossover)beitt og hópur B varð íhlutunarhópur seinni hluta rannsóknar. Þátttakendur voru 20 konur á aldrinum 19 - 44 ára með BMI 30 – 39,9 kg/m² þeim var skipt af handahófi í tvo hópa. Árangur var mældur fyrir, á meðan og eftir íhlutun og eftirfylgd er áætluð sex og 12 mánuðum eftir hana. Mælingar voru gerðar á hæð, þyngd, líkamsþyngdarstuðull reiknaður út og lagðir fyrir kvarðar sem meta lífsgæði (SF-36 og OP), þunglyndi (BDI-II) og kvíða (BAI). Lagðir voru fyrir spurningalistar um bakgrunn þátttakenda og mat á námskeiðinu.
    Niðurstöður: Helstu niðurstöður sýna marktæka lækkun á þyngd (P = 0,001) og LÞS (P = 0,001). Einkennum þunglyndis og kvíða fækkaði marktækt (P < 0,001 og 0,004). Lífsgæði jukust einnig marktækt samkvæmt OP-kvarða (P = 0,006) og á SF-36 varð marktæk hækkun á fimm heilsutengdum atriðum af átta.
    Ályktun: Námskeiðið „Njóttu þess að borða“ lofar góðu sem ákjósanlegur kostur til notkunar innan heilbrigðisþjónustu, til að bæta andlega líðan og lífsgæði kvenna í yfirvigt auk þess að hjálpa þeim að grennast. Langtímaáhrif meðferðar liggja þó ekki fyrir, fyrr en að lokinni eftirfylgd.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    Background: Obesity is one of the biggest public health problems in the world today, and during the past 20-30 years its prevalence has increased worldwide. Obesity is related to mental and physical health and increases mortality rate. There is a shortage of treatment options that show satisfying long term result
    Objective: Evaluate a 15 weeks program based on Cognitive Behavior Therapy (CBT) and Appetite Awareness Training (AAT) for obese women. The aim of the program was to reduce weight and BMI, increase quality of live and reduce symptoms of depression and anxiety.
    Methods: The program was designed by the researcher and another student under guidance of instructors. The study was analytical intervention with crossover design in a convenience sample of 20 women, age 19 - 44 with BMI 30 – 39,9 kg/m². Participants were split randomly in two groups; group A and B. Group A attended the program, while control group B waitedand then received the program inthe second half of the study period. To evaluate the program measurements were done before, while and after the program and follow up is planned six and 12 months later. Weight and BMI was measured and to evaluate psychological changes, the BDI-II, BAI, SF-36 and Op-scale were administered
    Result: Main results show significant decrease in weight (P = 0,001), BMI (P = 0,001). Symptoms of depression and anxiety decreased significantly (P < 0,001 and P = 0.004). Quality of live increased significantly measured with OP-scale (P = 0,006) and with SF-36 there was significant increase on five health related factors out of eight.
    Conclusion: The program “Enjoy eating” showed to be a promising health promoting approach to use in the health care sector for obese women, to improve mental well-being and quality of life, as well as helping them to lose weight. Although the long term effects have yet to be evaluated.

Styrktaraðili: 
  • Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
    B-hluti Vísindasjóðs íslenskra hjúkrunarfræðinga
    Forvarnarsjóður Lýðheilsutöðvar
Samþykkt: 
  • 24.10.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10234


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Njóttu_þess_að_borða.pdf2.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna