is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10274

Titill: 
  • Mat á frávikum við geislameðferð á brjóst eftir fleygskurð
Námsstig: 
  • Diplóma bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Mikilvægur þáttur í geislameðferð er að meðferð sé gefin eins og áætlað var í upphafi. Við geislameðferð eftir fleygskurð á brjósti geta skapast skekkjur sem geta haft áhrif á geisladreifingu innan meðferðarsvæðis. Skekkja getur myndast m.a. af breytingu í brjóstvef, eins og þrota af völdum geislunar eða nákvæmni við uppstillingu sjúklings. Til að minnka líkur á skekkjum er hægt að staðfesta rétta meðferðalegu með stafrænu myndkerfi.
    Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að mæla skekkjur sem geta myndast við geislameðferð krabbameina í brjóstum eftir fleygskurð. Þar að auki að athuga hvort aukin tíðni í myndatökum gefi meiri nákvæmni í innstillingu meðferðarlegu sjúklinga.
    Rannsóknarspurningin er eftirfarandi; er þörf á auknum eftirlitsmyndum eða þarf sjúklingur að fara aftur til undirbúnings meðferðar við ákveðin skekkjumörk?
    Efni og aðferðir: Þátttakendur rannsóknar voru átta sjúklingar með brjóstakrabbamein sem höfðu farið í fleygskurð. Sjúklingarnir fengu staðlaða geislameðferð á línuhraðlinum Eir sem er með áföstu stafrænu myndkerfi. Teknar voru alls 240 eftirlitsmyndir vegna rannsóknar. Mælibreytur eins og magn lungnavefs innan geislareitar í miðlínu (CLD), fjarlægð frá neðri mörkum geislareitar að útlínu brjósts í miðlínu (CCD), fjarlægð frá ytri mörkum geislareitar í miðlínu að yfirborði húðar (CBESD) og fjarlægð frá innri enda geislareitar að yfirborði húðar í miðlínu (CIW) voru mældar á eftirlitsmyndum.
    Niðurstöður: Handahófsskekkja fyrir mælibreyturnar CCD, CLD, CIW og CBESD mældist 2.89mm, 2.41mm, 2.41mm og 2.64mm. Mesta skekkjan mældist 11.53mm, 8.67mm, 11.76mm og 9.37mm fyrir CCD, CLD, CIW og CBESD. Kerfisskekkja var 2.42mm, 1.92mm, 3.14mm og 2.27mm fyrir CCD, CLD, CIW og CBESD, staðalfrávik fyrir sömu breytur voru 2.46mm, 1.82mm, 3.00mm og 2.16mm.
    Ályktanir: Allar handahófsskekkjur fyrir mælibreyturnar fjórar voru innan þriggja millimetra, sem er ekki mikil skekkja á milli meðferðaskipta. Kerfisskekkjan var einnig innan þriggja millimetra í þremur mælibreytum af fjórum. Mælibreytan CIW var sú eina sem fór yfir 3mm sem gefur til kynna kerfisbundinn mun milli undirbúnings og geislameðferðar. Munurinn gæti legið í hæðarmun legubekks geislahermis og meðferðaborðs. Miðað við niðurstöðurnar mætti ætla að ekki væri þörf á aukningu á eftirlitsmyndum.

Samþykkt: 
  • 9.11.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10274


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
mat á frávikum við geislameðferð a´brjóst eftir fleygskurð.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna