is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10276

Titill: 
  • Titill er á ensku Swimming coaches' information seeking behaviour using the World Wide Web
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Aðferðir sundþjálfara við upplýsingaleit á Veraldarvefnum
    Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvernig sundþjálfarar frá
    ýmsum löndum leita sér að upplýsingum varðandi starf sitt. Þátttakendur
    voru frá 60 löndum og tóku 1162 þjálfarar þátt í könnuninni. Talsverð
    áhersla var lögð á að skoða hvaða upplýsingaleiðir þjálfararnir nýttu sér. Í
    framhaldi af þessu var hægt að kanna upplýsingalæsi þeirra. Það var meðal
    annars gert með því að skoða getu þeirra til að finna þær upplýsingar sem
    þeir sækjast eftir. Þá var einnig kannað hversu vel þeir treysta þeim
    upplýsingum sem þeir finna. Megindleg aðferðafræði var notuð við
    rannsóknina og voru sendir út spurningalistar í netpósti þar sem
    þátttakendur fengu nánari upplýsingar um könnunina. Áður en
    spurningalistinn var sendur út var haft samband við sundþjálfarasambönd
    víðsvegar um heiminn sem annað hvort framsendu póstinn til félagsmanna
    sinna eða sendu mér póstlista félagsmanna sinna. Í póstinum var tenging
    við vefsíðuna Zoomerang.com, sem er rekin af mjög virtu fyrirtæki á sviði
    spurningakannana. Þátttakendur tengdust þessari síðu og svöruðu
    spurningalistanum í gegnum hana. Alger nafnleynd var þar með í heiðri
    höfð. Niðurstöður sem fengust voru síðan greindar í tölfræðiforritinu SPSS
    þar sem ýmisskonar lýsandi og túlkandi niðurstöður voru framkallaðar.
    Niðurstöðurnar benda til þess að meirihluti sundþjálfara sé mjög vel
    menntaður og að auki „upplýsingalæs“ (e. information literate) í verulegum
    mæli.. Upplýsingasöfnunarhegðun þátttakenda (e. information seeking
    behaviour) var borin saman við þekktar kenningar um upplýsingaöflun og er
    hægt að tengja sumar niðurstöðurnar við þær kenningar sem hvað
    þekktastar eru á þessu sviði. Þá kemur einnig fram að sundþjálfarar eiga
    yfirleitt auðvelt með að finna þær upplýsingar sem þeir leita að hverju sinni.
    Þeir nota mismunandi aðferðir við upplýsingaöflun sína, allt frá ráðstefnum,
    bókum, blöðum, vísindafræðigreinum til sjálfs Veraldarvefsinssins. Mestur
    áhugi minn beindist að upplýsingaöflun þeirra í gegnum þann aðgengilega
    og nýlega miðil. Sundþjálfarar reyndust á margan hátt mjög færir í þessari
    netnotkun. Þá kom einnig í ljós að þeir sem hafa nýtt sér netið nokkuð
    mikið í þessu skyni treysta allvel ágæti þeirra upplýsinga sem þeir finna þar.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study was to explore how swimming coaches seek
    information that relates to their profession. It was of interest in the study to look at their information literacy, the success rate of the searches and if they trusted the information found. Quantitative research methods were used and data collected by sending an e-mail to participants through their swimming coaching federations, with a link to a website (Zoomerang.com), where participants responded to a survey. In the e-mail they also received information about the survey. The data was analysed using the SPSS statistical analysis software and descriptive and inferential information sought. The results suggest that the majority of swimming coaches were well educated with a good academic education. They also seemed to be information literate and have a high rate of finding information. Coaches used different means to search for information, such as books, magazines, conferences, journals and the World Wide Web. The World Wide Web was of specific interest as the new medium for information seeking. Sources and channels of the World Wide Web were chosen probably because of its availability and quick access to information. The swimming coaches appeared fairly confident about their searching abilities and those who used the World Wide Web trusted the information collected. Observed behaviour was compared with information seeking behaviour models and did fit in with some of the known models.

Samþykkt: 
  • 10.11.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10276


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hafþór Birgir Guðmundsson - Meistararitgerð Skil í Skemmu.pdf3.82 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna