is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10279

Titill: 
  • Áhrif upplýsinga- og samskiptatækni og rafrænnar stjórnsýslu á hlutverk skólastjóra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni eru kynntar meginniðurstöður eigindlegrar rannsóknar þar sem leitast er við að greina áhrif upplýsinga- og samskiptatækni og rafrænnar stjórnsýslu (UST/RS) á hlutverk skólastjóra í fjórum grunnskólum. Skoðað er hvernig UST/RS nýtist í daglegu starfi skólastjóra og hvernig sérfræðiþekking í greininni getur styrkt starf skólastjóra útfrá viðhorfi, reynslu og menntun skólastjórnenda og útfrá stofnanauppbyggingu skóla. Horft er til áhrifa tækninnar út frá hlutverki skólastjóra sem faglegs leiðtoga og um leið rekstrarstjóra skóla. Jafnframt er skoðað hvaða áhrif fræðsluyfirvöld og stjórnsýsla sveitarfélaga hafa á framgang tækninnar í skólastarfinu.
    Í niðurstöðunum koma fram margvísleg áhrif UST/RS á starf skólastjóra sem tengjast daglegri notkun tölva, uppbyggingu og stefnumótun UST/RS í skólastarfi, sérfræðiþekkingu UST/RS í stofnanauppbyggingu skóla og stjórnsýsluákvörðunum sveitarfélaga.
    Sterk samfélagsleg áhrif koma einnig fram og rakin eru til efnahagslægðarinnar sem íslenska þjóðin gengur nú í gegnum. Efnahagslægðin hefur kallað á niðurskurð í rekstri skóla. Á sama tíma og fræðsluyfirvöld móta framsækna menntastefnu er skólastjórum gert að hagræða í rekstri skóla. Minna fjármagn hefur áhrif á endurnýjun tölvubúnaðar í skólum og óöryggi og óánægja hefur hreiðrað um sig.
    Niðurstaðan kallar eftir uppbyggilegri stefnu í málefnum UST/RS innan skóla þar sem sérfræðiþekking í UST/RS fær aukið vægi.

Samþykkt: 
  • 10.11.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10279


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif upplýsinga- og samskiptatækni og rafrænnar stjórnsýslu á hlutverk skólastjóra.pdf635.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna