is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10281

Titill: 
  • "Við leitum annarra leiða" : hvernig stjórnendur og leiðtogar hvetja til nýsköpunar í grunnskólum
  • Titill er á ensku How do school leaders encourage innovation in compulsory schools?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni rannsóknarinnar var að kanna hvernig stjórnendur hvetja til nýsköpunar við nám og störf í grunnskóla. Leitast var við að komast að því hvaða leiðir eru farnar og þykja árangursríkar til að efla nýsköpun í skólastarfi og greina hvernig þarfir og gildin sem þær byggja á eru rökstuddar.
    Rannsóknin var framkvæmd með eigindlegri aðferðafræði í tveimur grunnskólum haustið 2010 og vorið 2011. Tekin voru viðtöl við stjórnendur og leiðtoga ásamt því að framkvæma þátttökuathuganir á rannsóknartímabilinu.
    Helstu niðurstöður eru meðal annars þær að misjafnt er hvernig skólafólk lítur á hugtakið nýsköpun og skilgreinir það í tengslum við skólastarf. Teymisvinna starfsmanna þótti afar mikilvæg og grundvöllur fyrir farveg nýsköpunarstarfssemi. Áherslur eru lagðar á það að starfsmenn hafi hugrekki og þor til að prófa sig áfram í hóp, fái tækifæri og andrými fyrir skapandi starf fremur en að leggja áherslu á allt sem mælt er, eða tekið út. Mikilvægt þykir að kennarar, foreldrar og nemendur komi að markmiðssetningu í námi hvers nemenda. Þá eru aukin tengsl við atvinnulífið þar sem nemendur hafi meiri tækifæri á að kynnast störfum og nýsköpun sem á sér stað úti í samfélaginu talin mikilvæg og góð leið fyrir foreldra til að setja enn frekar mark sitt á skólastarfið. Auk ofantaldra þátta binda stjórnendur vonir við það að kjarasamningar og vinnurammi kennara breytist þar sem þeir séu hamlandi fyrir skipulag í átt til nýsköpunar. Nýsköpun í skólastarfi verði til þegar hugmyndir eru teknar og framkvæmdar í hóp sem einkennist af fjölbreyttri færni og þekkingu sem menn deila og saman geta skapað nýjar áherslur í skólastarfinu. Niðurstöður þessa rannsóknaverkefnis eru í takt við ályktanir í orðræðunni um fagmennsku með áherslu á samvirkni bæði milli fagmanna og skjólstæðinga sem saman leita lausna og deila ábyrgð.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this research was to find out how school leaders encourage innovation in compulsory schools in Iceland. An attempt was made to find out what methods are used and are considered effective in order to increase innovation in schools and also to analyze it´s value and how arguments are made for it´s needs in the general school system in compulsory school.
    Qualitative research methods were used to collect data in two compulsory schools in Iceland in the autum of 2010 and spring 2011. School leaders and pioneers of innovation in the schools were interviewed and observations of innovation teaching were made during the research period.
    The main results of this research is that the view of innovation in schools and the way it is defined seem to vary within the group of teachers and school leaders. Team work is considered very important and looked upon as a foundation for innovation in the schools. Emphasis is on the teachers´ courage to experiment within a group and that they are given opportunities and room for creative work rather than emphasizing what is measured or evaluated. It is considered important that teachers, parents and students take part in setting learning goals for each student. Increased cooperation with the job market is seen as very important in order for students to gain opportunities to become familiar with work and innovation in the community as well as being a good way for parents to have impact on the schools. In addition to the factors above, the school leaders hope that teachers´ work contracts and defintion of working hours will change, since these are considered an obstacle for further development towards increased innovation in schools. Innovation in schools is most effective when ideas are put into action by a group that is characterized by diverse capabilities and knowledge which are shared and can bring about new emphasis within the schools.
    The results of this research project are in line with what has been written about the new-professionalism of teachers which is defined as the development from the authority of the professional towards more interaction among teachers and with learners and parents on cooperation, problem solving and sharing of responsibility.

Samþykkt: 
  • 11.11.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10281


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga Vala M.Ed. PDF. 30.september 2011.pdf670.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna