ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10291

Titlar
  • "Ég hef þurft að íhuga margt" : upplifun ungra feðra af föðurhlutverkinu

  • en

    Young fathers' experiences of fatherhood

Skilað
Október 2011
Útdráttur

Meginmarkmið rannsóknarinnar er að öðlast skilning á hvernig ungir feður upplifa föðurhlutverkið og hvaða áhrif þeir telja það að verða feður ungir að árum hafi haft á líf þeirra.
Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð við gagnasöfnun og úrvinnslu gagna. Gögnum var safnað með viðtölum við sex karlmenn sem áttu það sameiginlegt að hafa orðið feður í fyrsta sinn á aldrinum 15-20 ára. Við gagnagreiningu komu fram þrjú meginþemu og tíu undirþemu sem endurspegluðu sameiginlega upplifun þátttakendanna. Þemun eru: 1) Þroski: ábyrgð, viðhorfsbreytingar og stolt; 2) Álag: áhættuhegðun, erfiðar tilfinningar, fjarvera, fjárhagur og hefting; 3) Stuðningur: foreldrar hans og foreldrar hennar.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að þátttakendurnir upplifðu föðurhlutverk sitt í fyrsta lagi sem þroskandi reynslu; þeir voru stoltir yfir því að vera feður, viðhorf flestra þeirra til lífsins breyttust og ný markmið litu dagsins ljós. Í öðru lagi upplifðu þátttakendurnir álag í tengslum við hlutverk sitt sem kom helst fram í fjárhag þeirra en einnig vegna fjarveru sem kom til vegna starfs þeirra eða lítilla tengsla við barnsmóðurina. Þeim fannst föðurhlutverkið einnig hefta þá á ýmsan hátt og nefndu sem dæmi að geta ekki gert sömu hluti og jafnaldrar þeirra og þurfa að bíða með fyrirætlanir sínar. Nokkrir upplifðu erfiðar tilfinningar í tengslum við föðurhlutverkið eins og óöryggi, kvíða og togstreitu. Nokkuð var um áhættusama hegðun á unglingsaldri eins og neyslu áfengis snemma á ævinni, eiturlyfjaneyslu og brotthvarf frá námi. Í þriðja lagi reyndist stuðningur nánustu aðstandenda vera mikilvægur að mati þeirra og var undirstaða tengsla þeirra við barnið. Nokkur aldursmunur var á þátttakendum sem varpaði óvæntu ljósi á rannsóknarniðurstöðurnar. Tíðarandinn og þær samfélagslegu breytingar sem hafa orðið á þeim tæplega fjörutíu árum sem skildu að elsta og yngsta þátttakandann komu skýrt fram án þess að það væri upphaflegt markmið rannsóknarinnar að skoða slíkt.
Lykilhugtök: ungir feður, ótímabærar þunganir, föðurhlutverk, lífsferill.

Samþykkt
16.11.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Upplifunungrafeðra.pdf1,24MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna