is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10292

Titill: 
  • Skólaþróun á starfsbraut : ný vegferð í átt til aukinnar fjölbreytni
  • Titill er á ensku Educational development in upper secondary schools : a new approach toward extended diversity
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um starfsbraut Fjölbrautaskóla Suðurlands og byggir á niðurstöðum starfendarannsóknar sem gerð var skólaárið 2010-11. Tilgangur rannsóknarinnar var að byggja grunn fyrir þróunarverkefni á starfsbrautinni sem styður vel rökstutt og faglegt þróunarstarf með því að kanna a) stöðu lífsleiknikennslunnar og með hvaða hætti mætti bæta hana, b) félagstengsl nemenda og leiðir til að styrkja þau og c) viðhorf til starfsbrautarinnar, teymiskennslu og skólaþróunar. Þátttakendur í rannsókninni voru fjórtán talsins; ellefu nemendur og þrír kennarar. Gagna var aflað með viðtölum og skriflegum gögnum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til almennrar ánægju með starfsbrautarnámið og fyrirkomulag þess. Almenn ánægja var jafnframt með lífsleikninámsgreinina. Félagstengsl nemenda voru fjölbreytt og þeir mynda tengsl innan umsjónarhópa og í valgreinum. Teymiskennsla í lífsleikni var að mestu ánægjuleg og þátttakendur höfðu jákvæð viðhorf gagnvart upptöku hennar. Kennarar voru jákvæðir gagnvart skólaþróun. Margar umbótahugmyndir litu dagsins ljós meðal þátttakenda. Rannsóknarferlið var lærdómsríkt og færði mér nýja sýn á framtíð starfsbrauta.
    Lokaafurð ritgerðarinnar er tillaga að þróunarverkefni sem tekur til breyttra kennsluhátta og samvirks náms starfsbrautarkennara. Óvæntur lærdómur á rannsóknartímanum knúði á um að þróunarverkefnið einskorðaðist ekki við lífsleiknikennslu heldur snúi í fyrstu að endurbættri námsskipan brautarinnar en varði síðan árangursríka skólaþróun byggða á niðurstöðum rannsóknarinnar og nýrri aðalnámskrá framhaldsskóla.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis deals with the special education department of Suðurland College (Fjölbrautaskóli Suðurlands) and is based on the findings of an action research conducted during the school year of 2010-2011. The aim of this study was to create a basis for a school improvement program in the special education department that supports well-founded and professional educational development. This was done by looking into a) the state of the life skills teaching and in what way it can be improved, b) the students’ social relationships and means to support those and c) the attitude towards the special education department, collaborative teaching and educational development. Fourteen participants took part in the study: 11 students and 3 teachers. The data was collected using interviews and written data.
    The findings of the study indicate a general satisfaction with the teaching in the special education department and the way it was conducted. There was also a general satisfaction with the life skills teaching. There was a variety in the students’ social relationships and the students bonded within their own groups as well as in their elective courses. The collaborative teaching of the life skills course was generally perceived as mostly enjoyable and the participants’ attitude towards its introduction was positive. The teachers were positive towards educational development. Numerous ideas of reform were introduced by the participants. The research process was instructive and gave me a new outlook on the future of the special education department.
    The final product of this thesis is a proposed developmental assignment which entails a changed mode of teaching as well as a collaborative learning of teachers of special education departments. Findings during the time of the research made it necessary not to limit the developmental assignment to the life skills course alone; it initially centres on a reformed planning of the special education department and then proceeds to encompass effective educational development based on the findings of the research and a new national curriculum for the upper secondary schools.

Samþykkt: 
  • 16.11.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10292


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JohannaG.21.okt.2011.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna