ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Lagadeild>Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10297

Titill

Verðmæti vatnsréttinda : Blönduvirkjun og Kárahnjúkavirkjun

Skilað
September 2011
Útdráttur

Töluverðar deilur hafa verið um verðmæti vatnsréttinda sem yfirtekin hafa verið vegna vatnsaflsvirkjana á Íslandi. Óeining hefur ríkt milli þeirra sem áður fóru með umráða- og nýtingarrétt vatnsréttindanna og þeirra sem hafa yfirtekið réttindin, annað hvort á grundvelli samninga eða eignarnáms, um með hvaða hætti skuli meta réttindin til fjár. Í ritgerðinni verður leitast við að greina frá gildandi rétti um skilyrði eignarnáms, fjárhæð eignarnámsbóta á sviði vatnamála og með hvaða hætti reglum á því sviði hefur verið beitt í framkvæmd. Umfjöllun um framkvæmd mats á eignarnámsbótum vegna vatnsréttinda var afmörkuð við vatnsréttindi sem nýtt hafa verið vegna stórvirkjana á Íslandi þar sem Blönduvirkjun og Kárahnjúkavirkjun hafa töluverða sérstöðu. Rannsókn viðfangsefnisins leiddi í ljós að ekki er að finna heildstæða löggjöf um fjárhæð eignarnámsbóta á Íslandi þó ýmis ákvæði, sem ætlað er að veita leiðbeiningar við slíkt mat, megi finna í settum lögum. Niðurstaðan er því að ef vatnsréttindi eru tekin eignarnámi eða samið er um að fjárhæð bóta vegna yfirtöku slíkra réttinda skuli vera í samræmi við reglur eignarnámsréttar hefur ekki verið talið tækt að styðjast við aðrar aðferðir en beitingu mælikvarða söluverðs eða notagildis. Hafi vatnsréttindin ekki þekkt markaðsverð skal miða við mælikvarða notagildis. Aðrar aðferðir eins og að meta verðmæti vatnsréttinda sem hlutfall af brúttósölutekjum virkjunar af rafmagni hafa ekki verið taldar samrýmanlegar gildandi reglum eignarnámsréttarins.

Samþykkt
16.11.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Fylgiskjal I.pdf792KBLokaður Fylgiskjöl PDF  
Fylgiskjal II.pdf4,18MBLokaður Fylgiskjöl PDF  
Fylgiskjal III.pdf2,63MBLokaður Fylgiskjöl PDF  
Fylgiskjal IV.pdf263KBLokaður Fylgiskjöl PDF  
Ingvar chr - ML ri... .pdf651KBLokaður Meginmál PDF