ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10304

Titill

Valddreifing innan leikskólastofnana : fjárfesting til framtíðar : þróunaráætlun

Skilað
Október 2011
Útdráttur

Verkefnishöfundur þessa M.Ed verkefnis ákvað að gera þróunaráætlun um valddreifingu sem hann telur skipta miklu máli innan leikskólasamfélagsins. Verkefnið er valddreifing meðal starfsfólks innan leikskólans Lautar í Grindarvík, þar sem verkefnishöfundur starfar sem aðstoðarleikskólastjóri.
Þróunarverkefnið var valið með hliðsjón af áhuga verkefnahöfundar á valddreifingu til starfsfólks leikskóla. Á leikskólum starfar margt gott fólk með mismunandi hæfileika. Telur verkefnishöfundur mikilvægt að leggja áherslu á þátttöku kennara við ákvarðanatöku og að skapa svigrúm fyrir slíka vinnu með valddreifingu.
Valddreifing er talin ein forsenda þess að umbætur í skólastarfi nái fram að ganga. Valddreifing er talin hvetjandi. Hún virkjar hugmyndaríkt hæfileikafólk sé því veitt ábyrgð og vald (Sergiovanni, 1990). Undanfarin fjórtán ár hefur verkefnishöfundur starfað við leikskóla, fyrst í fámennum leikskóla í dreifbýli í ellefu ár, síðastliðin þrjú ár sem aðstoðarleikskólastjóri í meðalstórum skóla í þéttbýli á suðvesturhorni landsins. Aðferðir við stjórnun eru einstaklingsbundnar að mati verkefnahöfundar, því þar hafa ýmsir þættir áhrif, s.s. þau gildi sem viðkomandi hefur frá sínu uppeldi, reynslu, menntun og lífssýn.
Reynsla verkefnahöfundar af stjórnunarstörfum síðastliðin þrjú ár sem aðstoðarleikskólastjóri og þar áður sem deildarstjóri í sex ár, hafa ýtt undir áhuga á að kynna sér þau stjórnunarfræði frekar með það að markmiði að leita árangursríkra leiða við stjórnun leikskóla. Starfreynsla sem deildarstjóri í fámennum leikskóla og aðstoðarleikskólastjóri í meðalstórum leikskóla hefur einnig haft mótandi áhrif á skoðanir verkefnahöfundar varðandi stjórnun. Því er viðfangsefni þetta, valddreifing til starfsfólks leikskóla, þar sem markmiðið er að efla völd starfsfólk, valið með hliðsjón af áhuga verkefnahöfundar á lýðræðislegum stjórnunarháttum. Verkefnishöfundur vill sjá sjálfan sig sem lýðræðislegan leikskólastjórnanda.
Verkefnishöfundur telur mikilvægt að gefa starfsfólki færi á að taka virkan þátt í starfi leikskólans, því leggur verkefnishöfundur áherslu á þátttöku kennara við ákvarðanatöku. Þessi reynsla verkefnahöfundar hefur gert hann meðvitaðan um hversu mikilvægt það er að dreifa ábyrgð og virkja þann mannauð sem er að finna í leikskólasamfélaginu.
Í þeim skóla þar sem verkefnishöfundur hefur starfað síðustu ár hafa hugmyndir starfsmanna jafnan fengið góðan hljómgrunn hjá stjórnendum skólans. Slíkt telur verkefnishöfundur skipta afar miklu máli þegar kemur að þróunarstarfi skóla og til þess að hæfileikar starfsfólksins fái að njóta sín.

Samþykkt
17.11.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
María Petrína.pdf2,35MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna