is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10315

Titill: 
  • Líkið í lestinni : um dauðar myndhverfingar í íslenskri tungu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Myndhverfing er það kallað þegar merking orða yfir einhvern veruleika er færð yfir á annan óskyldan veruleika. Sú síðari er þá kölluð yfirfærð merking. Þetta er gert með því að nota orðfærið um fyrri veruleikann yfir þann seinni líka. Með myndhverfingu er sú merking sem orðin draga af einhverju sýnilegu eða augljósu notuð til að gefa einhverju flóknu og minna augljósu skýrari merkingu. Hitta naglann á höfuðið er eða væri réttilega sagt um þann sjálfsagða verknað við smíðar að hitta með hamrinum á höfuð naglans en líka, með myndhverfingu, þegar sannleikurinn er sagður með einföldum orðum um flókinn hlut. Kúvenda fær með myndhverfingu yfirfærðu merkinguna að skipta rækilega um skoðun eða afstöðu en fáir vita líklega hvað það merkti upphaflega og enn færri, ef nokkrir, hafa séð þann verknað. Slíkt orðfæri verður að föstum orðasamböndum, orðtökum, og mikill hluti orðtakasafns íslenskunnar er myndhverfingar sem urðu til í gamla bændasamfélaginu. Það samfélag er horfið og því missir marks skírskotunin sem í þeim var til upprunalegu merkingarinnar, til þess veruleika sem yfirfærða merkingin er dregin af. Þessi orðtök fela þannig í sér það gamla orðfæri sem notað var um veruleika sem nú er horfinn og bera því ekki lengur merkingu hans með sér yfir í þann veruleika sem þau eru nú notuð um. Þau vekja ekki lengur fyrri merkingartengsl, eru ekki lengur mynhverfingar heldur tiltekið orðfæri, oft ekki þjált eða hentugt og því frekar til trafala hugsuninni heldur en til hjálpar. Þetta eru hinar dauðu myndhverfingar tungunnar, líkin í lestinni.
    Dauðar myndhverfingar eru hvarvetna í töluðu máli okkar og textum og þannig mæta þær nemendum í skólum landsins en líka sem viðfangsefni til náms beinlínis. Þær eru hluti af arfi tungunnar sem nemendum ber að taka við og skila áfram til komandi kynslóða.
    Margt bendir til þess að nemendur svari ekki því kalli. Í viðtölum okkar við kennara og nemendur á unglingastigi grunnskóla kemur í ljós neikvætt viðhorf til íslenskunnar og hluta þess teljum við að megi rekja til þessara dauðu myndhverfinga sem haldið er að nemendum með rótslitnu orðfæri liðins tíma. Við teljum að breyta þurfi um stefnu í móðurmálskennslunni til þess að vinna nemendur á band tungunnar en þeir upplifi hana ekki í námi sínu sem framandi og jafnvel fjandsamlegt tungumál.

Samþykkt: 
  • 23.11.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10315


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsíða.pdf36.64 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Ritgerð.pdf295.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna