is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1031

Titill: 
  • Kaffi - Buna : viðskiptaáætlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kaffi-Buna er kaffihúsakeðja sem Coffee World hefur samþykkt að ganga til viðræðna við um viðskiptaleyfi á vörumerkinu Coffee World. Hugmyndin er að fara af stað með kaffihús á Íslandi og á Norðurlöndunum, með möguleika á að færa út kvíarnar til fleiri landa. Með gerð viðskiptaáætlunnar er hagkvæmni í rekstri slíkra kaffihúsa metin. Þessi áætlun tekur til fyrsta áfanga verkefnisins sem er að koma á fót tveim kaffihúsum á tveggja ára tímabili. Eru kostnaðar- og hagkvæmnisútreikningar unnir út frá því. Áætlaður stofnkostnaður til að hefja reksturinn er um fimm milljónir króna. Eðli málsins samkvæmt er áætlaður kostnaður mun hærri en tekjur á fyrstu árunum en þegar fyrirtækið styrkist í sessi er gert ráð fyrir hagnaði. Metnir voru þrír ársfjórðungar á fyrsta ári og síðan tvö heil ár. Á öðru ári myndast hagnaður sem nemur um fjórum milljónum króna en eftir það fer hagnaður vaxandi. Því benda niðurstöður eindregið til þess að grundvöllur sé fyrir rekstrinum miðað við núverandi rekstraráætlun.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 01.05.2011
Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1031


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurjóna Skarphéðinsdóttir.pdf3.45 MBOpinnKaffi-Buna - heildPDFSkoða/Opna