is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10323

Titill: 
  • Eigandastefna ríkisins í orkufyrirtækjum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar snýr að hlutverki ríkisins sem eiganda í orkufyrirtækjum á samkeppnismarkaði og hvernig það fer að því að sinna sínu hlutverki á faglegan hátt í samskiptum sínum við stjórnir og stjórnendur fyrirtækja sinna. Markmiðið er að kanna hvaða sjónarmið liggja til grundvallar þegar ríki móta eigandastefnu í orkufyrirtækjum, sem mörg hver starfa í samkeppnisumhverfi. Einnig að koma inn á hvernig eigandastefnan virkar í framkvæmd og þannig reyna að greina hvernig eigendastefnu ríkisins gæti verið háttað í íslenskum orkufyrirtækjum sem eru að fullu í ríkiseigu. Niðurstaðan er m.a. sú að lykilatriði í eigandastefnu er skýr aðgreining eigandahlutverksins frá öðrum hlutverkum þess og að gegnsæi ríki við beitingu þess. Þar er grundvallaratriði að laga- og regluumhverfi sé skýrt og skilvirkt. Eigandastefna er tæki sem ríkið getur notað til skilgreina heildarmarkmið sín með eignarhaldinu og langtímamarkmið og tilgang með rekstri fyrirtækjanna. Hún er einnig tæki fyrir ríkið til að skilgreina stjórnarhætti sína, þ.e. hvernig ábyrgðinni er skipt á milli ríkis, stjórnar og framkvæmdastjórnar og setja skýrari línur þar um. Byggt á fyrrgreindum markmiðum getur ríkið og fyrirtækin unnið að nánari útfærslu markmiða fyrir hvert og eitt fyrirtæki og sett sértæk viðmið og frammistöðumælikvarða og haldið hagsmunaðilum upplýstum.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð
Samþykkt: 
  • 2.12.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10323


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigrun_Rosa_m_forsidunni.pdf1.66 MBLokaðurHeildartextiPDF