is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10326

Titill: 
  • Hver er staða og framtíðarmögleikar Hönnunarsafns Íslands í jaðarbyggð höfuðborgarinnar í upphafi 21. aldarinnar?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í hugum flestra eru söfn sjálfsagður hluti þess menningarumhverfis sem við viljum búa í og þeirrar menningar sem við viljum njóta, en fæstir leiða hugann að þeirri stjórnunar- og hugmyndafræði sem þar er við lýði. Á söfnunum leita flestir upplifunar, nýrrar þekkingar eða reynslu í verkum og rými safnsins sem veita nýja sýn, nýja upplifun og óvæntar hugmyndir þegar best lætur. Við lítum svo á að þetta sé eitt
    hlutverka safna en hvort það eru eðlilegar væntingar eða söfnin standi undir þeim, eru viðfangsefni þessarar ritgerðar. Hlutverk safna, samkvæmt safnalögum, er að safna munum og listaverkum og á þann hátt varðveita menningararfinn til þess að hann glatist hvorki né gleymist. Ofangreindir þættir safnastarfs og hlutverks þeirra í hinu menningarlega og stjórnunarlega umhverfi, ásamt þeirri umræðu sem orðið hefur um Hönnunarsafn Íslands frá stofnun þess meðal fagmanna innan hönnunar, eru hvatinn að þessari ritgerð. Hönnunarsafn Íslands er ungt safn, hóf starfsemi sína 1999 með samstarfssamningi milli menntamálaráðuneytisins og Garðabæjar, þar sem það hefur starfað síðan. Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er því samfélagsleg, menningarpólitísk og
    hugmyndafræðileg staða Hönnunarsafnsins, en ekki síður staða þess í hugum þeirra sem ólu með sér hugmynd um framsækið íslenskt hönnunarsafn, fagmanna innan hönnunarinnar. Til að leita leiða við að greina þessa þætti er gerð tilvikskönnun (e.case study) þar sem Hönnunarsafn Íslands er skoðað, staða þess og
    framtíðarmöguleikar auk þess sem forsaga þess er könnuð og óformlegur samanburður gerður við nokkur erlend hönnunarsöfn.
    Ritgerðin er byggð upp í nokkrum köflum, sem hefjast á umfjöllun um þær leiðir sem notaðar eru til að kanna eðli og hlutverk safna og greina útfrá umfjöllunum fræðimanna um söfn og safnamenningu, um lagalega stöðu safna á Íslandi og skilgreiningu á hugtakinu hönnun. Í kafla 2 er hugað að bakgrunni safna almennt og
    stöðu þeirra í samfélaginu. Til að setja safnið í Garðabæ og stöðu þess í bæjarfélaginu í skýrara ljós eru menningarstefnur og kenningar um virði menningarinnar kannaðar. Í kafla 3 er forsaga safnsins skoðuð og gefur það nokkra sýn í stöðu safnsins í dag. Í ljósi umræðunnar um staðsetningu safnsins er markmiðssetning bæjarstjórnar um hönnunarbæinn Garðabæ skoðuð í tengslum við
    hugmyndir um menningarímyndir bæja, hér á landi jafnt sem erlendis. Í kafla 4 eru nokkur erlend hönnunarsöfn skoðuð með tilliti til helstu áhersla í stefnu, núverandi stöðu og tilurð þeirrra og gerður samanburður á stöðu Hönnunarsafnsins. Í kafla 5 er varpað ljósi á stöðu Hönnunarsafnsins í hugum hönnuða og aðstandanda safnsins eins og hún birtist í viðtölum og könnunum. Að lokum eru í kafla 6 dregnar upp hugmyndir um leiðir safnsins til eflingar og vaxtar með framtíðarmöguleika þess í hönnunarbænum Garðabæ í huga.

Athugasemdir: 
  • Fylgiskjöl eru lokuð
Samþykkt: 
  • 5.12.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10326


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð GMM Opin.pdf1.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
MA ritgerð GMM Lokuð.pdf1.68 MBLokaðurFylgiskjölPDF