is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10330

Titill: 
  • Tilurð leiðréttingarskyldu virðisaukaskatts í frjálsri og sérstakri skráningu og meðferð við gjaldþrot
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar á heildstæðan hátt um tilurð og meðferð leiðréttingarskyldu
    virðisaukaskatts í frjálsri og sérstakri skráningu. Í lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt,
    er að finna ákvæði sem heimilar svokallaðar frjálsar og sérstakar skráningar á
    virðisaukaskattskrá. Orðalag ákvæðisins er fremur fátæklegt, en gerir þó ráð fyrir heimild
    fjármálaráðherra til að setja nánari reglur um þessar skráningarleiðir. Sú heimild hefur
    verið nýtt með setingu reglugerða nr. 576/1989, um virðisaukaskatt af byggingarstarfsemi
    og nr. 577/1989, um frjálsa og sérstaka skráningu vegna leigu og sölu á fasteign. Reglur
    um þetta efni heimila þeim, sem byggja fasteignir í þeim tilgangi að selja þær
    virðisaukaskattskyldum aðilum eða leigja fasteignir í atvinnuskyni, að vera innan
    skattskyldusviðs laga nr. 50/1988, en fasteignir eru að öðru leyti utan skattskyldusviðs
    laganna. Slíkir aðilar njóta m.a. rýmri heimilda til frádráttar á innskatti, sem aðilum utan
    virðisaukaskattskerfisins standa ekki til boða. Þær heimildir eru þó háðar því að skilyrði
    virðisaukaskattsfrádráttarins haldist óbreytt á tilteknu tímabili, eða verði yfirtekin af
    öðrum, þar til bærum aðila. Að öðrum kosti þarf sá sem notið hefur frádráttarréttar á
    virðisaukaskatti að endurgreiða (bakfæra/leiðrétta) þann virðisaukaskatt sem fengist hefur
    frádreginn. Jafnan er talað um leiðréttingarskyldu virðisaukaskatts, eða að leiðrétta þurfi
    virðisaukaskattskvöð. Þessi leiðréttingarskylda er bundin í ákvæði laga nr. 50/1988, sem
    annars fer ekki mörgum orðum um hvernig meðferð leiðréttingarskyldunnar skuli hagað.
    Á grundvelli heimildar í framangreindum lögum hefur fjármálaráðherra sett reglugerð nr.
    192/1993, um innskatt, sem fjallar með nákvæmari hætti um meðferð
    leiðréttingarskyldunnar.
    Leitast er við að svara spurningunni um hvernig fara skuli með leiðréttingarskyldu
    virðisaukaskatts við gjaldþrotameðferð aðila sem leiðréttingarskyldan hvílir á. Hér er
    einnig fjallað ítarlega um skilyrði frjálsrar og sérstakrar skráningar, tilurð
    leiðréttingarskyldunnar og þær fjölmörgu flóknu reglur sem gilda um meðferð hennar. Í
    lok ritgerðarinnar eru álitaefni í tenglsum við leiðréttingarskylduna sett í samhengi við
    réttarreglur fullnusturéttarfars

Athugasemdir: 
  • Meginmál ritgerðar er lokað
Samþykkt: 
  • 5.12.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10330


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BFK_ML_FINAL_HEILDARSKJAL_LOKAD.pdf915.97 kBLokaðurMeginmálPDF
BFK_ML_OPINN_HLUTI.pdf258.72 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna