ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Lagadeild>Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10333

Titill

Eftirgjöf skulda og tekjuhugtak 7. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt : telst eftirgjöf skulda til skattskyldra tekna?

Skilað
September 2011
Útdráttur

Umræður um skattlagningu eftirgjafar skulda hafa verið áberandi nú á síðustu árum og
þá einna helst í tengslum við afleiðingar efnahagshrunsins á fjárhag manna og fyrirtækja.
Gildandi tekjuskattslög nr. 90/2003 hafa að geyma undanþáguákvæði vegna
skattlagningar eftirgjafar skulda en skattlagningarheimildina er að finna í tekjuhugtaki 7.
gr. laganna. Ritgerð þessi fjallar um þær skattlagningarreglur sem í gildi eru varðandi
eftirgjöf skulda, hvort eftirgjöf skulda teljist til skattskyldra tekna skv. tekjuhugtaki
skattalaganna og hvernig sú niðurstaða samræmist framkvæmdinni í dönskum rétti.
Helstu niðurstöður ritgerðarinnar er að til skattskyldra tekna telst eignaauki sem myndast
vegna eftirgjafar skulda og gildir það jafnt um menn og lögaðila. Við mat á því hvort og
hver fjárhæð eignaaukans er, og þá skattskyldra tekna, þá skal taka mið af gangvirði
hinnar eftirgefnu kröfu á þeim tíma sem hún var gefin eftir. Sú niðurstaða í samræmi við
eldri framkvæmd í dönskum rétti, en þá byggðist skattlagningin á svipuðu tekjuhugtaki
og er að finna í núgildandi tekjuskattslögum nr. 90/2003. Í dag er skattlagningarheimild
vegna eftirgjafar skulda í dönskum rétti að finna í sér ákvæði danskra laga og byggir því
ekki á hinu almenna tekjuhugtaki líkur og áður fyrr. Ekki er slíkri skattlagningarheimild
fyrir að fara í íslenskum rétti og byggist skattlagning eftirgjafar skulda því á tekjuhugtaki
7. gr. tekjuskattslaganna.

Athugasemdir

Meginmál ritgerðar er lokað

Samþykkt
6.12.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
aldis_olga_efnisyf... .pdf90,8KBOpinn Efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
aldis_olga_johanne... .pdf121KBOpinn Heimildaskrá PDF Skoða/Opna
aldis_olga_johanne... .pdf631KBOpinn Meginmál PDF Skoða/Opna