ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10335

Titill

Sjúkrakostnaður sem fæst ekki greiddur og skyldan til að takmarka tjónið

Efnisorð
Skilað
Desember 2011
Útdráttur

Þær bætur sem tjónþoli á rétt á frá þeim sem ber bótaábyrgð er lýst í hnotskurn í 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þar er sagt að greiða skuli skaðabætur fyrir atvinnutjón, sjúkrakostnað og annað fjártjón og enn fremur skuli greiddar þjáningabætur. Í þessari ritsmíð verður þeim atriðum er varða sjúkrakostnað gerð nánari skil. Reynt verður að sjá hvað telst til sjúkrakostnaðar og hvaða takmarkanir eru gerðar þegar sjúkrakostnaður er bættur. Með það í huga verða lög um sjúkratryggingar nr. 112/2008 skoðuð í samhengi við skaðabótalögin. Dómaframkvæmd um bættan sjúkrakostnað, þegar álitamál er um greiðslu vegna einkalækna, sjúkraþjálfunar og óhefðbundinna lækninga verður athuguð. Þá verður inntak tjónstakmörkunarskyldunnar skoðað í almennu samhengi og hvaða afleiðingar það hefur að vanrækja hana og fjallað um hvernig tjónstakmörkunarskyldan tengist þeim rétti tjónþola að fá sjúkrakostnað bættan. Kannað verður hvort togstreita geti myndast á milli tjónstakmörkunarskyldunnar og réttarins til að fá bættan sjúkrakostnað og sömuleiðis hvort ákvarðanir Sjúkratrygginga Íslands um bætur vegna sjúkrakostnaðar séu teknar á málefnalegum grundvelli.

Athugasemdir

Prentað eintak hafði ekki borist Landsbókasafni í júní 2013.

Samþykkt
7.12.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Asgerdur Fanney_ri... .pdf187KBLokaður Heildartexti PDF