ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10345

Titill

Úrskurðarvald dómstóla um stjórnskipulegt gildi laga

Skilað
Desember 2011
Útdráttur

Í þessari ritgerð er fjallað um úrskurðarvald dómstóla um stjórnskipulegt gildi laga. Fjallað er um uppruna valdsins, umfang þess og þau rök sem að baki því liggja. Kenningin um úrskurðarvald dómstóla um stjórnskipulegt gildi laga á rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna, en þar kom hún fyrst fram stuttu eftir stofnun þess ríkis. Þaðan virðist kenningin hafa borist til Norðurlandanna, fyrst til Noregs en síðan til Danmerkur og Íslands. Í öllum þessum ríkjum byggist nú úrskurðarvald dómstóla á eins konar stjórnskipunarvenju.
Ritgerðin er þannig uppbyggð að fyrst verður fjallað um uppruna úrskurðarvaldsins og sögu þess. Þannig verður skoðað hvernig úrskurðarvaldið myndaðist í Bandaríkjunum og síðan hvernig það myndaðist í Noregi, Danmörku og á Íslandi. Svo verður fjallað um úrskurðarvaldið sjálft, umfang þess og rökin sem liggja að baki því. Næst verður fjallað um dómaframkvæmd á Íslandi, í Bandaríkjunum, Noregi og Danmörku og gerð grein fyrir því hvernig dómstólar þessara ríkja hafa farið með úrskurðarvald sitt. Að lokum verður gerður stuttur samanburður á dómaframkvæmd þessara ríkja, þ.e. hvernig dómstólar þessara ríkja hafa beitt úrskurðarvaldi sínu, hvort þeir hafi beitt því með sambærilegum eða mismunandi hætti. Í lokaorðum verða síðan dregnar saman ályktanir um úrskurðarvald dómstóla um stjórnskipulegt gildi laga.

Athugasemdir

Útskrift júní 2013

Samþykkt
13.12.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Úrskurðarvald dóms... .pdf205KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna