ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10347

Titill

Áhrif Mannréttindadómstóls Evrópu á Íslandi. Með áherslu á dóma Hæstaréttar í sakamálum.

Skilað
Desember 2011
Útdráttur

Í ritgerð þessari leitast höfundur við að greina áhrif úrlausna Mannréttindadómstóls Evrópu að landsrétti og þjóðarétti og bein áhrif þeirra á niðurstöður Hæstaréttar Íslands í sakamálum. Í upphafi er fjallað um Mannréttindasáttmála Evrópu út frá kenningum um samband landsréttar og þjóðaréttar og þær breytingar sem orðið hafa á stöðu hans, allt frá fullgiltum samningi til stjórnarskrárígildis. Þá er rætt um Mannréttindadómstól Evrópu á almennan hátt, réttarheimildina fordæmi og það gildi sem úrlausnir dómstólsins hafa hér á landi, bæði frá sjónarhóli þjóðaréttarins og réttarheimildafræðanna. Að lokum er leitast við að greina þau beinu áhrif sem dómstóllinn og eftir atvikum Mannréttindanefnd Evrópu hefur haft á úrlausnir Hæstaréttar Íslands í sakamálum. Í því sambandi er dómaframkvæmd réttarins á því sviði könnuð frá upphafi tíunda áratugar síðustu aldar til dagsins í dag.

Samþykkt
13.12.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA-ritgerð - Pétu... .pdf517KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna