ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10348

Titill

Lánveitandi til þrautavara. Mat á verklagi Seðlabanka Íslands við afgreiðslu veðlánsbeiðna haustið 2008

Skilað
Febrúar 2012
Útdráttur

Ritgerð þessari er ætlað að meta réttmæti þeirra ákvarðana sem teknar voru af Seðlabanka Íslands í kjölfar veðlánsbeiðna Glitnis banka hf. og Kaupþings banka hf. haustið 2008. Fjallað er um hvora veðlánsbeiðnina fyrir sig og mat lagt á hvort skynsamlega hafi verið brugðist við af hálfu Seðlabankans miðað við fyrirliggjandi upplýsingar.
Seðlabankinn brást rétt við með því að neita Glitni um veðlán en það var rangt af hálfu Seðlabankans að leggja til við ríkisstjórn Íslands að hún skyldi eignast 75% eignarhlut í Glitni. Helstu gagnrýnisatriði er snúa að afgreiðslu málsins hjá Seðlabankanum eru vanræksla á rannsóknarskyldu bankans ásamt ófaglegri stjórnsýslu og í sumum tilfellum algerum misbresti á góðum stjórnsýsluháttum. Rannsóknarskyldan snerist fyrst og fremst
um greiningu á fjárhagslegum styrk og greiðslugetu lántaka ásamt þeim áhrifum sem lánaákvörðunin mundi hafa út á markaðinn.
Við úrvinnslu bankastjórnar Seðlabankans á veðlánsbeiðnunum var skortur á samskiptum og samstarfi við aðila sem hefðu getað veitt mikilvægar upplýsingar um bæði íslensku viðskiptabankana og fjármálamarkaðinn á Íslandi.
Það var óæskilegt að Seðlabankinn skyldi veita Kaupþingi lán með veði í öllum hlutabréfum danska bankans FIH. Í ritgerðinni er birt virðismat sem höfundur gerði á FIH. Þar kemur fram að virði bankans var langt yfir umbeðnu veðláni Kaupþings. Gagnrýnin á veðlánsveitingu Seðlabankans til Kaupþings felst aðallega í því að Seðlabankinn hafi ekki horft til þess að verðmæti bréfa fjármálafyrirtækja voru afar sveiflugjörn haustið 2008 og fjármögnun banka var jafnframt mjög erfið á þessum tíma og því hefði Seðlabankinn átt að vera tortryggnari gagnvart tryggingum í hlutabréfum
fjármálafyrirtækja.

Samþykkt
13.12.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Mastersritgerð_Ale... .pdf653KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna