ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10354

Titill

Rafrænt einelti. Skilningur og þekking unglinga

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á hugarheim unglinga varðandi rafrænt einelti. Leitast var við að fá fram og skoða mat unglinga á ástæðum og afleiðingum rafræns eineltis og hvort skilningur og mat stúlkna og drengja væri á einhvern hátt ólíkt. Þá er fjallað um skilgreiningar á rafrænu einelti, helstu boðleiðir og tegundir rafræns eineltis.
Rannsóknin var eigindleg og tekin voru tvö hópviðtöl við nemendur á unglingastigi tveggja grunnskóla. Helstu niðurstöður benda til þess að unglingar hafa takmarkaðan skilning og þekkingu á rafrænu einelti. Að þörf sé á aukinni fræðslu og að nafnleyndin sem oft fylgir rafrænu einelti kunni að vera stór áhrifaþáttur og ein helsta ástæða þess að unglingar lenda í og /eða taka þátt í rafrænu einelti. Nafnleyndin geri einnig að verkum að erfitt er að takast á við rafrænt einelti og afleiðingar þess. Kom fram að vegna nafnleyndar geranda álitu unglingarnir í rannsókninni það bera lítinn árangur að leita aðstoðar fullorðinna í rafrænu einelti. Töldu unglingarnir að þeir sem lenda í rafrænu einelti kjósi fremur að leita aðstoðar vina en fullorðinna, foreldra eða skólayfirvalda.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til mikilvægi þess að auka umræðu og fræðslu um rafrænt einelti, sérstaklega meðal ungmenna. Einnig gefa niðurstöðurnar tilefni til að rafrænt einelti verði skilgreint verkefni og viðfangsefni í eineltisáætlunum í grunn –og framhaldskóla.

Samþykkt
13.12.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
MA-2011-Helga Lind... .pdf948KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna