ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10356

Titill

"Vertu góður!" : uppeldi eða menntun?

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Tilgangur ritgerðarinnar er að að vekja athygli á mikilvægi þess að kennarar ígrundi framkomu sína við börn og velti fyrir sér áhrifum þeirra á þroska barna. Einnig að þeir íhugi hvort dagskipulagið og þær ákvarðanir sem teknar eru í dag-legu starfi séu frekar til þess fallnar að þjóna börnunum eða kennurunum. Auk þess er vakin athygli á ónákvæmri notkun hugtakanna uppeldi og menntun meðal kennara, fræðimanna og foreldra.
Kennslufræði Johns Dewey er skoðuð með tilliti til hans skilnings á hug-takinu menntun. Rætt um siðferðismenntun og tekin dæmi um barnaheimspeki og hugmyndir Jean Piaget um þróun sjálfræðis. Einnig er rætt um mikilvægi um-önnunar og umhyggju í viðleitni kennara til að stuðla að menntun. Í umjöllun um uppeldi er bent á ókosti þess að nota atferlismótun í uppeldi og kennslu. Loks er sýnt fram á greinileg merki um hugsmíðahyggju í aðalnámskrá leikskóla.
Í vettvangsathugun í leikskóla voru greind tvennskonar viðbrögð kennara við athöfnum og yrðingum barna; annars vegar viðleitni til uppeldis og hins vegar viðleitni til menntunar. Menntunarviðleitnin einkenndist af því að kennarinn lagði sig eftir að gefa börnunum tækifæri til þess að byggja upp sína eigin þekkingu og getu af eigin hvötum og áhuga með virkni, tilraunum eða samræðum. Uppeldis-viðleitnin einkenndist fyrst og fremst af tilburðum kennarans til að hafa áhrif á hegðun, framkomu eða viðhorf barnanna með aðferðum sem ekki er hægt að búast við að muni leiða til menntunar.

Samþykkt
13.12.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
b_ed_vertu_godur_s... .pdf344KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna