is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1036

Titill: 
  • Lestrarfærni : hvaða aðferðir eru notaðar við lestrarkennslu í 1. og 2. bekk í grunnskólum í Reykjavík og á Akureyri?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvaða lestrarkennsluaðferðir væru notaðar í 1. og 2. bekk grunnskóla í Reykjavík og á Akureyri. Einnig hversu mörgum kennslustundum væri varið til lestrarkennslu og æfingar á viku. Þá var skoðað hvort hlutfallslegur munur væri á grunnskólum í Reykjavík og grunnskólum á Akureyri varðandi þær aðferðir. Í úrtaki voru allir umsjónarkennarar 1. og 2. bekkja 10 almennra grunnskóla og 3 einkaskóla í Reykjavík og 7 grunnskóla á Akureyri. Kennurunum var sendur spurningalisti, búinn til af rannsakendum, þar sem spurt var um aldur, menntun, starfsaldur, kennsluaðferð og þjálfunartíma. 54 svör bárust frá þessum 20 skólum, þar af 29 frá kennurum 1. bekkja, 21 frá Reykjavík og 8 frá Akureyri, og 25 svör frá kennurum 2. bekkja, 13 frá Reykjavík og 12 frá Akureyri. Niðurstöður sýna að hlutfallslegur munur er á grunnskólum í Reykjavík og grunnskólum á Akureyri varðandi þær lestrarkennsluaðferðir sem notaðar eru. Í grunnskólum í Reykjavík er hljóðaaðferð notuð í 64,7% tilfella en blönduð aðferð í 35,3% tilfella. Hins vegar er blönduð aðferð notuð í 80% tilfella á Akureyri, hljóðaaðferð í 15% tilfella og heildaraðferð í 5% tilfella. Sá tími sem varið er til lestrarkennslu og lestraræfinga er allt frá 3 stundum á viku upp í 22 stundir á viku. Meðaltalið er 9,6 og staðalfrávik 3,9. Mikilvægt er að þær aðferðir sem notaðar eru til að kenna börnum að lesa séu byggðar á vísindalegum rannsóknum. Rannsóknir benda til að hljóðaaðferð sé sú aðferð sem börn ná hvað mestri færni með. Það er því umhugsunarefni að ekki skuli fleiri nota hljóðaaðferð sem grunnaðferð við lestrarkennslu og niðurstaða þessarar rannsóknar er sú að nauðsyn sé að skoða hvaða lestrarkennsluaðferðir eru notaðar á Íslandi
    í heild.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1036


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerd_sigrun.pdf437.2 kBLokaðurLestrarfærni - heildPDF