is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10371

Titill: 
  • Bið eftir afplánun: Áhrif á líf dómþola. „Biðin er eins og viðbótarrefsing“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða áhrif bið eftir afplánun hefur á líf dómþola, bæði andlega og félagslega, og að skoða hvaða úrræði gætu markvisst stytt boðunarlista Fangelsismálastofnunar ríkisins en núna er staðan sú að 335 dómþolar bíða eftir að geta hafið afplánun. Í rannsókninni var notast við eigindlega rannsóknaraðferð. Tekin voru viðtöl við fimm karlkyns dómþola sem voru á ýmsum aldri og með lengri óskilorðsbundinn dóm en níu mánuði. Þrír voru í afplánun á rannsóknartímanum en tveir enn á boðunarlistanum. Einnig voru tekin viðtöl við fjóra fagaðila sem koma að málaflokknum á einn eða annan hátt. Niðurstöðurnar sýndu að flestum fannst biðin óþægileg, kvíðvænleg og jafnvel vera eins og viðbótarrefsing við þann dóm sem þeir fengu. Óvissan og biðin eftir afplánun hafði áhrif á flesta dómþolana. Þeir áttu erfitt með að byrja á nýjum verkefnum og skipuleggja framtíðina, til dæmis varðandi fjölskyldu, nám og íbúðarkaup – þeim fannst að lífið hefði staðnað. Einnig sýndu niðurstöðurnar að þessi hópur dómþola fær ekki mikla aðstoð frá Fangelsismálastofnun nema þeir leiti eftir henni sjálfir. Á meðan á vinnslu verkefnisins stóð var samþykkt frumvarp til laga um rýmkun samfélagsþjónustu og samþykkt að taka upp rafrænt eftirlit en hvoru tveggja eru þetta úrræði sem gætu stytt boðunarlistann. Búið er að samþykkja að byggja nýtt fangelsi sem vonandi verður tekið í notkun árið 2014. Einnig eru nokkrum öðrum hugmyndum, sem hægt er að framkvæma til styttingar boðunarlistans, gerð skil í ritgerðinni með styttingu boðunarlistans í huga.

Samþykkt: 
  • 15.12.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10371


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólöf Karitas.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna