ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10375

Titill

Skaðabætur. Ólögfestar reglur og sanngirnissjónarmið

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Þróun skaðabóta er áhugavert og margslungið efni. Yfirferð þessarar ritgerðar hefst á tíma frumbernsku skaðabóta og þróun þeirra er fylgt til dagsins í dag. Aðaláhersla er lögð á samspil skaðabóta og refsinga.
Stuttlega verður farið yfir þá fjóra grundvelli sem almennt er miðað við að skaðabótakrafa geti stuðst við og svo verða skoðaðir dómar þar sem niðurstaðan virðist ekki byggja á meginreglum skaðabótaréttar eða þar sem þeim reglum virðist vera beitt með afbrigðilegum hætti til að komast að réttlátri og sanngjarnri niðurstöðu.
Það er almennt viðurkennt að líta á dómvenju sem bindandi réttarheimild en í skaðabótarétti hafa dómstólar þó þurft að víkja frá dómvenju til að gæta sanngirni í síbreytilegu þjóðfélagi.
Það hefur oft vafist fyrir málsaðilum hvert inntak tjónshugtaks skaðabótaréttar sé í raun og litið verður til nokkurra mála sem eiga það sameiginlegt að Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið sýnt fram á tjón í lagalegum skilningi.
Það einkennir skaðabótarétt að meginreglur hans eru að miklu leyti ólögfestar og hægt er að halda því fram að regluverk hans sé nú orðið flóknara en í flestum öðrum greinum einkamálaréttarfars. Í lokaorðum verður fjallað um hvaða þýðingu það hefur haft á þróun réttarsviðsins og mikilvægi þess í nútímasamfélagi.

Athugasemdir

Útskrift júní 2013

Samþykkt
15.12.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Guðrún Ósk Ritgerð.pdf540KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna