is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10381

Titill: 
  • Samstarf barnaverndarnefnda og grunnskóla. Sjónarhorn skólastjórnenda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig skólastjórnendur upplifa samstarf barnaverndarnefnda við grunnskólann. Reynt var að koma auga á ákveðna þætti samstarfsins og hvort þörf væri á breytingum að mati skólastjórnenda. Einnig var athugað hvernig samstarfið væri þegar börn í tímabundnu fóstri áttu í hlut.
    Um var að ræða megindlega rannsókn sem var framkvæmd haustið 2011. Beitt var spurningalistakönnun þar sem spurt var út í hina ýmsu þætti samstarfsins og skólastjórnendur beðnir um að leggja mat sitt á svörin. Rannsóknin var þýðisrannsókn þar sem allir skólastjórnendur grunnskóla á landinu voru þátttakendur. Svarhlutfallið var um 60%.

    Helstu niðurstöður voru þær að skólastjórnendur eru frekar ánægðir með samstarfið en ljóst er að meirihluti þeirra vill auka samstarf við barnaverndarnefnd. Rúmur helmingur skólastjórnenda sagði að þeir vildu hafa samstarfið á annan hátt og varðaði það sérstaklega upplýsingaflæðið milli barnaverndarnefndar og grunnskólanna. Skólastjórnendur töldu að þeir fengju sjaldan upplýsingar um málefni barna sem barnaverndarnefnd væri að fjalla um. Skólastjórnendur segja flestir að samstarfið sé það gott að það sé að styðja við hagsmuni þeirra barna sem þess þurfa. Flestir grunnskólar eru með ákveðið verklag varðandi tilkynningar til barnaverndarnefndar sem sýnir til dæmis að samstarf er til staðar. Varðandi börn í tímabundnu fóstri sögðu flestir skólastjórnendur að reynsla þeirra væri góð af því að taka á móti börnum sem eru í tímabundnu fóstri. Meirihluti skólastjórnenda sagði að grunnskólinn hefði samstarf við barnaverndarnefnd þess sveitarfélags sem ráðstafaði barni í tímabundið fóstur. Fæstir sögðu að samstarfið væri við barnaverndarnefnd þess sveitarfélags sem grunnskólinn tilheyrir.
    Lykilorð: Barnaverndarnefnd, grunnskóli, samvinna.

Samþykkt: 
  • 16.12.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10381


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gerður Sif Stefánsdóttir_ritgerð.pdf1.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna