is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Rafræn tímarit > Stjórnmál og stjórnsýsla >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10399

Titill: 
  • Íslensk þjóðmenning í ljósi menningarvídda Hofstede
Útgáfa: 
  • Desember 2011
Útdráttur: 
  • Rannsóknir Geert Hofstede á þjóðmenningu og framsetning hans á stjórnun innan ólíkra menningarheima hefur haft mikil áhrif á skilning manna á mismunandi menningu skipulagsheilda í ólíkum löndum. Þannig hafa menn öðlast meiri skilning á menningarlegum mismun skipulagsheilda sem hefur haft mikil áhrif á stjórnunarfræðin. Í þessari rannsókn er leitast við að svara því
    hver séu einkenni þjóðmenningar á Íslandi út frá víddum Hofstede og hver þessi einkenni eru samanborin við sambærilegt úrtak í fjórum löndum. Ástæðan fyrir vali á úrtaki eru tvíþættar. Annars vegar er lögð áhersla á að úr takið sé eins einsleitt og hægt er (Hofstede, 1994) og því lágmarks breytileiki hvað varðar aldur, menntun, tekjur og aðrar bakgrunnsbreytur og hins vegar er leitast við að velja úrtak til að gera rannsóknina samanburðarhæfa við rann sókn Bearden, Money og Nevins (2006) en þar var unnið með gögn frá há skóla nemum í fjórum löndum Argentínu, Austurríki, Japan og Banda ríkj un um. Spurningalisti (VSM 94) var lagður fyrir nemendur í grunn námi á Félags vísindasviði Háskóla
    Íslands. Alls svöruðu 427 nemendur könnuninni sem er 15% svarhlutfall. Íslensk þjóðmenning, einkennist af lítilli valdafjarlægð (PDI), mikilli einstaklingshyggju (IDV), lítilli karllægni (MAS), mikilli óvissu – hliðrun (UAI) og
    langtímahyggja er í meðallagi (LTO).

  • Útdráttur er á ensku

    According to the cultural literature, societies are composed from many different culturally dissimilar countries (Hofstede, 2001; House et al., 2004). Geert Hofstede is one of many researchers who had developed a method to measure national culture. His research on national culture has had a great impact on how we understand and measure different culture differences. The purpose of this research is to investigate the characteristics of Icelandic national culture and compare with Bearden et.al. (2006) findings, where data was used from university students from four countries, Argentina, Austria, Japan and USA.
    In this study undergraduate students from the school of Social Science at the University of Iceland were asked to answer a questionnaire (VSM 94) and a total of 427 responses were usable with the response rate of 15%. According to the results, Icelandic national culture can be characterized by low power distance (PDI), high individualism (IDV), low masculinity (MAS), high un - certainty-avoidance (UAI) and average long-term orientation (LTO).

Birtist í: 
  • Stjórnmál og stjórnsýsla, 7 (2) 2011
Athugasemdir: 
  • Fræðigrein
Samþykkt: 
  • 20.12.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10399


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a.2011.7.2.7.pdf477.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna