is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10419

Titill: 
  • Aldrei aftur. Betrun eftir afplánun í fangelsi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í reynslu og upplifun einstaklinga sem hætt hafa afbrotum eftir afplánun dóms/dóma í íslensku fangelsi. Í íslenskum rannsóknum hefur verið leitað til þess hóps sem flokkast sem síbrotamenn en ekki hefur áður verið leitað til þeirra sem hætt hafa afbrotum eftir afplánun. Sú reynsla og upplifun sem leitað var eftir er af betrun fyrrverandi fanga, hvenær ákveðið var að hætta afbrotum og hvað varð til þess. Þar sem leitað var eftir reynslu og upplifun var ákveðið að notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir. Framkvæmd rannsóknarinnar hófst í júní 2011 og lauk í nóvember sama ár og viðmælendur voru fundnir með tveimur snjóboltaúrtökum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að það sem var sameiginlegt í bakgrunni viðmælenda í þessari rannsókn og öðrum rannsóknum voru uppeldisskilyrði, skólaganga og neyslusaga. Tengslanet þeirra virtist vera sterkt sem er frábrugðið niðurstöðum annarra rannsókna á föngum. Upplifun viðmælenda af afplánun var jákvæð hjá fimm af sex viðmælendum. Upphafið að betruninni telja þeir allir vera það sama, að viðurkenna eigin ábyrgð á aðstæðum sínum. Námið var talið mikilvægasta úrræðið sem í boði var í fangelsinu og þeir fimm viðmælendur sem töldu sig hafa náð betrun í fangelsi nýttu sér námið í afplánuninni. Niðurstaða þessarar rannsóknar og sú kenning sem hún leiddi til er að til þess að fangar geti náð betrun meðan á afplánun stendur þurfi þeir fyrst að viðurkenna eigin sök og ábyrgð á aðstæðum sínum og lífi.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study was to get an insight into the experience of those who have turned their backs on crime after having served time in Icelandic prisons. Icelandic studies have primarily been based on those classified as serial offenders, and this is the first study based on those who have given up crime after serving time in prison. The experience and insight looked for in the reform of ex-convicts is mainly when the decision to give up crime was made and what led to it. As the results looked for were experience-based, qualitative research methods were used. The execution of the research started in June 2011 and ended in November of the same year and the participants were found through two snowball-samples. The main conclusions of this research are that common denominators are childhood enviroment, education and a history of substance abuse. In five of six cases the participants‘ experience of the imprisonment was positive. They all believed that their reform began when they took responsibility for their actions. They considered education the primary resource in prison. The five participants who considered themselves to have been reformed in prison used the opportunity to study while there. The conclusion of this study and the theory it leads to is that for convicts to reform through proffered resources while imprisoned, they must first and foremost accept culpability and responsibility for their own actions and for their life.

Samþykkt: 
  • 20.12.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10419


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA prenta.pdf881.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna